Saga - 2020, Blaðsíða 12
lýðveldi.6 Í anda þessara hugmynda, í gamni og alvöru, var tíu ára
reglunni svokölluðu haldið á lofti í Húsmæðrakennaraskólanum:
Að giftast ekki heldur kenna eða fræða húsmæður í tíu ár eftir
útskrift. Að því loknu áttu nemendurnir allra helst að verða fyrir-
myndarhúsmæður í sveit og leggja þannig sitt af mörkum við að
byggja upp heilbrigt þjóðlíf.7
Mikilvægi skólans var undirstrikað með sýningum og veislu-
höldum. Veislurnar voru haldnar í húsakynnum skólans, glæsiveisl-
ur sem ætlað var að sýna hvernig standa ætti að verki og um leið að
ýta undir góðvild í garð skólans. Helstu ráðamönnum landsins var
boðið í veislurnar, skrifstofustjórum ráðuneyta, háskólarektor og
prófessorum sem voru stundakennarar við Húsmæðra kennara skól -
ann. Einnig eiginkonum ráðherra, danska sendiherranum Bodil Beg -
trup sem var á Íslandi 1949–1956 og ríkisféhirðinum Ástu Magn ús -
dóttur.8
Það er hér sem ég staldra við því í ljósmyndinni er mótsögn sem
snýst um veru Húsmæðrakennaraskólans í Háskóla Íslands. Eða
hvað skyldi háskólastúdínum, sem sumar létu sig dreyma um
annan starfsvettvang en heimilið og húsmóðurstörfin, hafa fundist
um að mæta einkennisklæddum húsmæðrakennaraskólanemum á
göngum skólans? Fyrir kom að stundakennaraprófessorar létu
húsmæðrakennaraskólanemana og háskólastúdentana sitja saman í
tímum.9 Það er á engan hátt dregið úr gildi þeirrar menntunar sem
konur fengu í Húsmæðrakennaraskólanum eða þeim jákvæðu áhrif-
um sem húsmæðrafræðsla hafði á heimilin í landinu þótt bent sé á
að sú hugmyndafræði sem hún byggði á ýtti undir hefðbundnar
hugmyndir um hlutverk og eðli kvenna.
Konur höfðu verið meðal nemenda við Háskóla Íslands frá því
hann tók til starfa árið 1911 en lítill hluti þeirra lauk námi, margar
létu eitt ár (próf í forspjallsvísindum) nægja. Enda var skólinn af
sumum, einkum heimspekideildin, kallaður „biðsalur hjónabands-
ins“. Háskólayfirvöld höfðu litlar áhyggjur af brottfalli kvenna þar
til komið var fram yfir miðja öldina og konur voru ekki hvattar til
erla hulda halldórsdóttir10
1961,“ 207. Um tengsl þjóðernishugmynda og húsmæðrafræðslu á árunum milli
stríða má lesa í bók Sigríðar Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur — þjóðerni,
kyngervi og vald 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004).
7 Anna Ólafsdóttir Björnsson, Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands, 67, 70–72.
8 Sama heimild, 65.
9 Sama heimild, 102–103.