Saga - 2020, Qupperneq 14
Árnadóttir orðar það í tímaritinu Melkorku árið 1944.15 Kven rétt -
indakonur vildu sýna og sanna að konur, líka háskólamenntaðar
giftar konur með börn, gætu staðið sig í krefjandi embættum og
hægt væri að vera húsmóðir án þess að „kistuleggja“ sérmenntun
sína.16
Myndin af húsmæðrakennaraskólanemunum er tekin á tíma
sem kenndur hefur verið við gullöld húsmæðra. Með því er átt við
að allt frá lokum nítjándu aldar hafi verið markvisst unnið að því,
einkum í gegnum hússtjórnarskóla, að byggja húsmóðurhlutverkið
upp sem starfssvið sem þarfnaðist sérþekkingar, hæfni og kunnáttu.
Þannig var samfélagslegt mikilvægi húsmæðra undirstrikað. Segja
má að þetta ferli hafi náð hámarki eftir seinna stríð með vaxandi
neyslumenningu, heimilistækjum og auðvitað barnasprengjunni
svokölluðu.17 Við erlenda háskóla var jafnvel kennd heimilishag -
fræði (e. home economics) og forsvarskonur Húsmæðrakennara skól -
ans létu sig dreyma um að svo yrði einnig hérlendis.18
Á sama tíma má greina vaxandi óróleika meðal kvenna sem
fannst þeim þröngur stakkur sniðinn í samfélaginu, ekki síst yngri
konum. Í mínum huga er því óhjákvæmilegt annað þegar horft er
þessi hartnær 70 ár aftur í tímann að ljósmyndin, staðsetningin og
hópurinn sem er myndaður kallist á við það rof sem var að myndast
milli hugmyndarinnar um húsmóðurina og samfélagslegs virðis
hennar og nýrra kvenímynda í kjölfar seinna stríðs.19 Gamli tíminn
var að líða undir lok og nýjar hugmyndir urðu til um hvað það
þýddi að vera kona.
erla hulda halldórsdóttir12
15 Dýrleif Árnadóttir, „Hver verður réttarstaða konunnar í íslenzka lýðveldinu?,“
Melkorka 1, nr. 1 (1944), 25.
16 „Konur í opinberri þjónustu,“ 19. júní 2 (1952), 8.
17 Um þetta efni sjá t.d. sérhefti Tidsskrift for kjønnsforskning 4 (2010), einkum
Eirinn Larsen og Gro Hagemann, „Husmorens foranderlighet,“ 367–273.
18 Anna Ólafsdóttir Björnsson, Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands, 72–73. Löngu
síðar varð skólinn hluti af Kennaraháskóla Íslands (1977).
19 Lynn Abrams, „Liberating the female self: epiphanies, conflict and coherence
in the life stories of post-war British women,“ Social History 39, nr. 1 (2014): 14–
35; Caitríona Beaumont, „What do women want? Housewives’ Associations,
Activism and Changing Representations of Women in the 1950s,“ Women’s
History Review 26, nr. 1 (2017): 147–162; Caitríona Beaumont, Housewives and
Citizens: Domesticity and the Women’s Movement in England, 1928–64 (Man -
chester: Manchester University Press, 2013), t.d. 189.