Saga - 2020, Page 15
Hvað eru sögulegir tímar?
Það er óhætt að segja að veturinn 2019–2020 hafi verið viðburða -
ríkur á Íslandi. Óveður gengu yfir landið með tilheyrandi skemmd-
um og truflunum á samgöngum og fjarskiptum. Jarðhræringar hóf-
ust á Reykjanesskaga. Langvinn verkföll settu daglegt líf barna og
fullorðinna úr skorðum. Og í febrúar 2020 urðu Íslendingar smám
saman meðvitaðir um farsótt sem átti upptök sín í Kína en breidd-
ist hratt út um heimsbyggðina. 28. febrúar greindist fyrsta tilfelli
COVID-19 hér á landi. Í mars voru settar reglur um sóttkví ferða -
langa og samkomubann sem ekki sér fyrir endann á, þótt fjöldatak-
markanir taki mið af útbreiðslu veirunnar hverju sinni.
Margir voru meðvitaðir um möguleikann á útbreiðslu slíkrar
veiru. Um það var til dæmis rætt árið 2018 þegar hundrað ár voru
liðin frá því spænska veikin breiddist út um veröldina og lagði millj-
ónir manna að velli. Árið 2019 gaf Ari Jóhannesson, rithöfundur og
læknir, út skáldsöguna Urðarmáni sem gerist á tímum spænsku veik-
innar og brá jafnframt upp mynd af sambærilegri veiki í samtíman-
um. En það er eitt að ímynda sér og annað að upplifa. Hefðum við
á síðasta ári fengið innsýn í líf okkar eins og það hefur verið árið
2020 hefði það líklega komið okkur fyrir sjónir eins og dystópískur
vísindaskáldskapur. Um allan heim hefur farsóttin haft í för með sér
veikindi og dauða, samfélagslegan óróa, efnahagsleg áföll og at -
vinnu leysi, samgöngur hafa lamast, vinnustaðir, skólar og verslanir
lokað. Brúðkaupum, afmælum og ráðstefnum hefur verið frestað,
jarðarfarir eru sendar út á netinu. Flugvellir standa auðir. Alls staðar
gengur fólk með sprittbrúsa og skurðstofugrímur. Við sýnum ekki
lengur vinsemd með snertingu heldur fjarlægð. Og þrátt fyrir allt
venst þetta óvenjulega ástand.
Farsóttin hefur haft áhrif á líf og störf fræðimanna eins og ann-
arra. Kennsla hefur færst að meira eða minna leyti á netið, einnig
fundir og ráðstefnur sem ekki var frestað eða aflýst. Bókasöfn og
skjalasöfn hafa lokað. Samruni heimilis og vinnustaðar hefur haft
margar áskoranir í för með sér, ekki síst fyrir foreldra sem þurfa að
Saga LVIII:2 (2020), bls. 13–33.
Á L I TA M Á L