Saga - 2020, Síða 16
sinna og kenna börnunum samhliða vinnunni. Erlendir rannsakend-
ur hafa bent á að ástandið hafi neikvæðari áhrif á konur í fræða -
heim inum en karla þar sem þær beri frekar ábyrgð á heimilis störf -
um og barnauppeldi. Þær hafi minna rými en karlar til að vinna
heima og sendi frá sér færri greinar sem hefur aftur áhrif á laun
þeirra og atvinnutækifæri.1
En það eru ekki aðeins fræðimenn á sviði heilbrigðis- og félags-
vísinda sem hafa tjáð sig um faraldurinn og áhrif hans. Á Ítalíu
spruttu til dæmis fljótlega upp deilur í kjölfar greinaskrifa heim-
spekingsins Giorgios Agamben um kórónuveirufaraldurinn og við -
brögð stjórnvalda við honum. Agamben hefur áður skrifað um líf-
vald og lífpólitík og það sem hann kallar „undantekningarástand“
sem stjórnvöld noti til að réttlæta aukin inngrip í líf borgaranna.
Agamben vísaði til farsóttarinnar sem slíks undantekningarástands
og varaði við hinum umfangsmiklu takmörkunum á og eftirliti með
ferðum fólks sem framkvæmt væri í nafni sóttvarna og öryggis en
leiddi til lögleysis, félagslegrar einangrunar og skerðingar á frelsi
fólks og réttindum sem væri mögulega komin til að vera. Margir
tóku undir áhyggjur Agambens en aðrir gagnrýndu skrif hans,
töldu hann vanmeta alvarleika ástandsins og ekki hafa forsendur til
að fella þá dóma sem hann gerði.2
Íslenskir hlustendur fengu nasasjón af þessari umræðu í útvarps -
þættinum Lestinni á RÚV.3 Um margra vikna skeið meðan sam -
komu bannið var strangast vorið 2020 voru tveir þættir Lestarinnar á
viku helgaðir viðtölum og umfjöllun um COVID-19. Rætt var við
fólk víðs vegar að úr samfélaginu um líf og dauða á tímum farsóttar,
álitamál14
1 Sjá t.d. Vef. Jens Peter Andersen o.fl., „COVID-19 medical papers have fewer
women first authors than expected,“ eLife 15. júní 2020, sótt 29. september 2020;
Vef. Anna Fazackerley, „Women’s research plummets during lockdown – but
articles from men increase,“ The Guardian 12. maí 2020, sótt 29. september 2020.
2 Sjá t.d. Vef. „Agamben and the pandemic: critiques and responses,“ sxpolitics.
org. Sexuality Politics Watch, sótt 29. september 2020; Vef. „About Coronavirus,“
journal-psychoanalysis.eu. European Journal of Psychoanalysis, sótt 29. september
2020; Lbs. – Hbs. Jón Ragnar Ragnarsson, „Undantekningarástand og flóttamenn
í heimspeki Agambens“. BA-ritgerð frá Háskólanum á Bifröst 2011.
3 Vef. Kristján Guðjónsson, „Heimspekingar deila í skugga covid-19,“ ruv.is, 29.
mars 2020. RÚV, sótt 29. september 2020; Vef. Halldór Armand Ásgeirsson,
„Þröskuldur villimennskunnar,“ ruv.is, 15. október 2020. RÚV, sótt 16. október
2020.