Saga - 2020, Síða 17
um atvinnu og atvinnuleysi, skólagöngu, samskipti og tilfinninga-
tengsl, afþreyingu og upplýsingamiðlun, handþvott og andlega
heilsu. Óhætt er að mæla með þáttunum, sem aðgengilegir eru á
hlaðvarpi RÚV, sem fjölbreyttri skrásetningu í rauntíma á upplifun
fólks á Íslandi af heimsfaraldrinum.
yfirskrift þessarar sérútgáfu Lestarinnar var sótt í orðasamband
sem iðulega hefur verið gripið til í þeim tilgangi að lýsa ástandinu:
Fordæmalausir tímar. Þetta orðalag hlýtur að vekja sagnfræðingum
sérstaka forvitni og umhugsun. Lifum við á fordæmalausum tím -
um, lifum við á sögulegum tímum — og hvað eru sögulegir tímar?
Ritstjórum Sögu þótti einboðið að varpa fram þeirri spurningu í
álitamálum haustheftisins 2020.
Fyrir svörum sitja þrír fræðimenn: Gunnar Þór Bjarnason sagn -
fræðingur, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, miðaldasagnfræðingur og
rithöfundur, og Björn Þorsteinsson heimspekingur. Gunnar Þór, sem
sendir um þessar mundir frá sér bók um spænsku veikina á Íslandi,
skrifar um meðvitundina um að lifa sögulega tíma í samhengi ýmissa
stóratburða síðustu rúmu hundrað ára. Ragnhildur veltir fyrir sér
„fagurri kyrrð liðinna alda“, sögulegri dramatík og ofgnótt upp -
lýsinga. Björn leitar fanga hjá þýska heimspekingnum Hegel í pistli
um framvindu sögunnar og möguleikana í stöðunni. Spurn ingin
um sögulega tíma snýst nefnilega ekki bara um fortíðina heldur líka
um ógnir og opnar leiðir framtíðarinnar eins og fram kom í spjalli
Björns við Kristján Guðjónsson umsjónarmann Lestarinnar í einum
af þáttunum sem kenndir voru við fordæmalausa tíma. yfir leitt
þegar lífið gengur sinn vanagang, sagði Kristján, býst fólk við að
morgundagurinn verði frekar svipaður deginum í dag og grund -
vallarbreytingar á tilverunni virka óraunhæfar eða jafnvel ómögu-
legar. Svo verður einhver stóratburður, eitthvert rof, og skyndi lega
virðast allir möguleikar blasa við, bæði góðir og slæmir. Björn tók
undir að kórónuveirufaraldurinn væri slíkur atburður. Það yrði ekki
horfið aftur til þess sem áður var venjulegt ástand. Það væri hins
vegar ekki bara veiran sem varpaði skugga á morgundaginn — eins
og bæði Björn og Gunnar Þór benda á í pistlum sínum í Sögu —
heldur líka aðrar kreppur og þá sérstaklega umhverfiskreppan.
Erlendir umhverfishugsuðir hafa líkt ástandinu nú við generalprufu
fyrir það sem verður þegar afleiðingar loftslagsbreytinga skella á af
fullum þunga, sagði Björn í viðtali við Lestina. Með farsóttinni hefur
aftur á móti komið í ljós að margt sem talið var ómögulegt er í raun
hvað eru sögulegir tímar? 15