Saga - 2020, Síða 19
gunnar þór bjarnason
„Við, sem nú lifum, erum tímamótamenn“
1.
Allir tímar eru sögulegir. Hvert andartak er sögulegt og kemur
aldrei aftur, hver stund, hver dagur, hvert ár. Sagnfræðingur getur
ekki komist að annarri niðurstöðu.
2.
Engu að síður, eru sumir tímar ekki sögulegri en aðrir? Flest okkar
myndu eflaust svara þeirri spurningu játandi. Þá höfum við í huga
viðburðaríka tíma, oftast tíma stríðs, átaka og áfalla, byltinga og
gagngerra umskipta eða hamfara og drepsótta.
Og þannig tíma lifum við núna á árinu 2020. „Við lifum á sögu-
legum tímum“, hversu oft hefur ekki mátt heyra og lesa þessi orð í
blöðum, útvarpi, sjónvarpi eða á samfélagsmiðlum allt frá því að
COVID-19 tók að breiðast út um heiminn snemma árs? Það er eins
og mannkynssagan hafi tekið krappa beygju. Margir ganga að því
vísu að áhrifa faraldursins muni gæta í mörg ár eða áratugi, jafnvel
breyta samfélagi og samskiptum fólks varanlega.
Starfsfólk handritadeildar Landsbókasafns var fljótt að taka við sér
og hvatti almenning til að halda dagbók og varðveita persónulegar
heimildir um COVID-19 og senda síðan safninu til varðveislu. „Þetta
er sannarlega sögulegur tími og mikilvægt að til séu heim ildir um
hann,“ sagði Bragi Þorgrímur Ólafsson fagstjóri safnsins.1 Og umboðs-
maður barna, Salvör Nordal heimspekingur, hafði áhyggjur af
velferð barna í veirufaraldrinum og skrifaði: „Við lifum á sögulegum
tímum þar sem ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar
þess faraldurs sem nú stendur yfir. Umboðsmaður barna vill gjarnan
heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á
þessum tímum.“2
hvað eru sögulegir tímar? 17
1 „Hvetja fólk til að skrásetja og senda minningar um faraldurinn,“ Fréttablaðið 16.
mars 2020, 6.
2 Vef. „Áhrif kórónuveirunnar á líf barna,“ barn.is. Umboðsmaður barna, 24. apríl
2020, sótt 16. október 2020.
Gunnar Þór Bjarnason, gunnarthorbjarnason@gmail.com