Saga


Saga - 2020, Page 20

Saga - 2020, Page 20
 En er víst að eftir 50 eða 100 ár muni fólk hafa meiri áhuga á áhrifum veirufaraldursins en ýmsu öðru á okkar tímum, til dæmis því hvernig tækniþróun, netvæðing og snjallsímar eru smátt og smátt að umbreyta lífi okkar? Eða því hvernig hamfarahlýnun sann- færir æ fleiri um nauðsyn þess „að endurhugsa heiminn“ svo notuð séu orð Andra Snæs Magnasonar?3 Verður COVID-19 ef til vill ein- ungis neðanmálsgrein í mannkynssögunni? Við vitum auðvitað ekki hvernig seinni tíma kynslóðir munu meta samtíma okkar og hvað þær munu skilgreina sem sögulega tíma, hvaða mælikvarða þær munu leggja á atburði. En stundum gerast atburðir sem við erum strax sannfærð um að muni teljast sögulegir þegar fram líða stundir. Það á við um veirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og var ekki svipað uppi á ten- ingnum í fjármálakreppunni og bankahruninu fyrir rúmum áratug, þótt ólíku sé saman að jafna? „Fall bankanna á Íslandi haustið 2008 telst til afdrifaríkustu atburða í sögu lýðveldisins,“ skrifaði sagn - fræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson einungis örfáum mánuðum eftir að bankarnir féllu.4 Fleiri atburði úr sögu síðari áratuga mætti nefna, til að mynda hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Það var ein- stakur atburður sem hafði sterk áhrif á mjög marga. Ég man enn hvernig mér leið að kvöldi dags, gagntekinn af þeirri hugsun að nú færu í hönd átök og umbrot, að 11. september markaði upphaf sögu- legra tíma. Og vissulega leiddu hryðjuverkaárásirnar af sér átök og ófrið eins og allir vita. En var þetta í raun „dagurinn sem breytti heim- inum“ eins og oft var sagt þá? Varla. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, virka þessir atburðir í september 2001 undarlega fjarlægir og ekki eins sögulegir og manni fannst þá að þeir yrðu taldir síðar. Hryðjuverkaárásir, fjármálakreppa, heimsfaraldur. Sögulegir tímar eldast misvel og viðhorf okkar til þessara viðburða munu örugglega breytast með tímanum. Við upplifum líka atburði á ólíkan hátt. Sjálfur hef ég aldrei skynj að sterkar að lifa sögulega tíma, heimssöguleg tímamót, en þegar kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu, Sovétríkin leystust upp og kalda stríðinu lauk. Þá var ég nýfluttur heim eftir nokkurra álitamál18 3 Andri Snær Magnason, Um tímann og vatnið (Reykjavík: Mál og menning, 2019), 299. 4 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar (Reykja - vík: JPV, 2009), 7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.