Saga - 2020, Page 30
björn þorsteinsson
Nándarmörk söguloka
Hugsað um sögulega tíma
Þegar heimspekingur fær það verkefni að velta vöngum yfir sög -
unni og framvindu hennar er nærtækt að leita stuðnings og fanga
hjá þýska kerfishugsuðinum G. W. F. Hegel (1770–1831). Sem kunn-
ugt er var hann einna fyrstur heimspekinga til að hugsa sögulega
eða nánar sagt til að gera það að sérstöku viðfangsefni hvernig
heimspekin eða hugsunin1 kemur fram og tekur á sig mynd í sög-
unni. Þessi samþætting sögu og hugsunar var að mati Hegels
rökrétt og óumflýjanleg afleiðing þeirrar klípu sem undanfari hans,
Immanuel Kant (1724–1804), hafði komið heimspekinni í. Kant gerði
það nefnilega að verkefni sínu í Gagnrýni hreinnar skynsemi (1781/
1787) að leggja traustan grunn að hugsuninni og kveða í leiðinni
niður, í eitt skipti fyrir öll, hvers kyns efahyggju og loftkastalasmíð
sem honum þótti hafa einkennt kenningar heimspekinganna fram
að því.2 Skemmst er frá því að segja að þessi tilraun Kants mistókst.
Í hnotskurn má segja að honum hafi yfirsést hvernig sjálf viðleitnin
til að leggja grunn að hugsun og skynsemi komst ekki hjá því að
álitamál28
1 Þessi tvö hugtök eru hér — í anda Hegels — lögð að jöfnu. Í því felst að ekki er
litið á heimspekina sem afmarkaða fræðigrein heldur er hún talin samheiti við
þá hugsun sem býr í allri starfsemi mannlegra vitsmuna (vísindum, listum,
trúarbrögðum o.s.frv.).
2 Hér er eilítið textabrot sem hafa má til marks um þetta og um stílsnilld Kants
sem margir hafa gert að íþrótt sinni að loka augunum fyrir: „Nú hefur komið í
ljós að úr því að heimspekingar létu undir höfuð leggjast að þróa með sér svo
mikið sem hugmyndina um vísindi sín var þeim ókleift að finna sér tiltekið tak-
mark eða örugga leiðsögn í ástundun sinni á þeim, og eftir því hafa þeir, í
fáfræði sinni um hvaða leið ætti að fara í þessari geðþóttakenndu viðleitni, ætíð
verið á öndverðum meiði um uppgötvanir þær sem hver um sig hefur talið sig
gera á sinni leið, með þeim afleiðingum að vísindi þeirra hafa vakið fyrirlitn -
ingu, fyrst hjá öðrum, en að lokum einnig meðal þeirra sjálfra.“ Sjá Immanuel
Kant, Kritik der reinen Vernunft (Hamburg: Felix Meiner Verlag, 1993), 758 (B
872); þýðing greinarhöfundar.
Björn Þorsteinsson, bjorntho@hi.is