Saga - 2020, Page 33
og framvindu hans að hann sé ekki stöðugur og óbreytilegur, eða
eins og hann orðar það af býsna athyglisverðu lítillæti:
Samkvæmt mínum skilningi, sem getur ekki réttlætt sig með öðru en
því að setja fram kerfi sitt, skiptir öllu máli að meðtaka og tjá hið sanna
ekki sem verund [Substanz] heldur líka og ekki síður sem geranda
[Subjekt].6
Eins og þessi orð bera með sér hvílir þunginn í hugsun Hegels,
þegar hann reynir á þennan hátt að greina sig frá Schelling og því
sögulega sinnuleysi sem hugsun hans fylgir, á hugtakinu um ger-
andann. Ef við leiðum aftur hugann að fyrri tilvitnun okkar í
formála Hegels þá rekumst við á þetta hugtak þar líka: Náttúra hins
algjöra, segir Hegel þar, er að vera „veruleiki, gerandi eða sjálfsverð -
andi“. Hið algjöra er annað orð yfir sannleikann eða hið sanna hjá
Hegel. Og þetta algjöra, segir Hegel okkur á báðum þessum stöðum
í textanum, er þess eðlis að okkur ber ekki einvörðungu að líta á það
sem verund heldur líka og ekki síður sem geranda. Þetta, segir Hegel,
er að minnsta kosti eins og hann skilur hlutina („[s]am kvæmt mín-
um skilningi“, segir hann) en réttlætingin á þessu, á þessum skiln-
ingi, getur ekki orðið öðruvísi en með framsetningu kerfisins sjálfs.
Meðal þess sem lesa má út úr því er hvernig hugmynd Hegels um
heimspekina sem kerfisbundna heild sem hverfist um hið sögulega
bítur í skottið á sér, svo að segja, og tekur að bein ast að heimspeki
Hegels sjálfs. Hver er sannleikur þessarar heimspeki, kerfisins sem
hann reyndi að setja fram eða, svo gengið sé lengra, hvaða skilning -
ur á heimspeki Hegels og/eða viðfangsefni hennar, heiminum sjálf-
um, mun reynast sá rétti þegar upp er staðið úr því að ekki virðist
útséð um að skilningur Hegels sjálfs sé sá skilningur sem reynast
muni réttur? Í fyrsta lagi hljótum við að draga þá ályktun að þessi
sannleikur birtist hvergi annars staðar en í sögunni sjálfri, að sann-
leikurinn um Hegel verði ekki aðgreindur frá viðtökusögu Hegels,
túlkun verka hans og beitingu þeirra. Í öðru lagi skiljum við að allur
sannleikurinn um heimspeki Hegels kemur ekki fram „fyrr en í lok-
in“, þegar síðasta orðið hefur verið sagt (um heimspeki Hegels) og
síðasta dáðin verið drýgð (í anda heimspeki Hegels). Í þriðja lagi
sjáum við hvernig þessi áhorfsmál um heimspeki Hegels má skilja
þannig að þau hafi víðari skírskotun og vísi að endingu til spurn-
ingarinnar um söguna sem slíka og möguleikann á því að fram -
hvað eru sögulegir tímar? 31
6 Sama heimild, 56.