Saga - 2020, Page 39
þekkingar hefur ekki mikið verið skrifað um sögu femínískrar sagna -
ritunar á Íslandi. Mikilvæg undantekning er þó grein Erlu Huldu
Halldórsdóttur, „Gendering Icelandic Historiography“, sem birtist
í franska tímaritinu Revue d’histoire Nordique árið 2015 og fjallaði um
áhrif kvenna- og kynjasögu á íslenska sagnaritun og stöðu hennar í
samanburði við önnur Evrópulönd.5
Markmið þessarar greinar er að skoða hvernig kynjasögulegu
sjónarhorni hefur verið beitt innan íslenskrar sagnfræði og hvernig
kvennasaga hefur þróast á Íslandi með tilliti til áskorana kynjasögu-
legra kenninga. Fjalla íslenskar kynjasögurannsóknir fyrst og fremst
um konur og ef svo er, hvað greinir kynjasöguna þá frá kvennasög-
unni? Getur kynjasagan víkkað sjónarhorn kvennasögunnar án þess
að það bitni á femínísku erindi hennar?
Auk þess að fjalla um helstu rannsóknir í íslenskri sagnfræði sem
hafa byggt á kynjasögulegu sjónarhorni verður tæpt á umræðum
um hlutverk og lögmæti kynjasögu. Slíkar umræður hafa ósjaldan
sprottið upp í kringum afmælishátíðir tengdar atburðum í Íslands -
sögunni eða útgáfu verka sem er ætlað að skipa veigamikið pláss í
sögu þjóðarinnar. Þannig afhjúpa þær viðhorf til fræðigreinarinnar
og átakalínur um tilgang kvenna- og kynjasögulegra nálgana.
Hvað á barnið að heita?
Í stuttu máli sagt er kynjasaga (e. gender history) skilgetið afkvæmi
kvennasögu. Það er almennt viðurkennt að kvennasaga hafi ekki
orðið að háskólafagi fyrr en á áttunda áratugnum og þá sem af -
sprengi annarrar bylgju femínisma á Vesturlöndum. Í sinni einföld-
ustu mynd skyggir slík tímabilaskipting á sagnaritun kvenna fyrr á
tímum og gerir hana jafnvel ósýnilega. Hún er þó réttlætanleg þegar
byggt er á þeim rökum að með annarri bylgjunni hafi komið fram
femínísk hreyfing sem í krafti fjöldans krafðist breytinga á hinu rót-
gróna karllæga sjónarhorni sagnaritunar sem stóð nær óhaggað og
átti sér fáa gagnrýnendur.6 Helsta markmið kvennasögunnar eins og
landnám kynjasögunnar á íslandi 37
og kenningar kynjasögunnar: Þróun og framtíðarsýn,“ í 2. íslenska söguþingið 30.
maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit I, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykja vík:
Sagnfræðistofnun, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag, 2002), 32–42.
5 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Gendering Icelandic Historiography,“ 183–207.
6 Sjá til dæmis: Erla Hulda Halldórsdóttir, „Sögulegir gerendur og aukapersónur.
Kyngervi og sagnaritun þjóða(r),“ Saga 57, nr. 1 (2019): 53–86.