Saga - 2020, Síða 40
hún var iðkuð víðast hvar á Vesturlöndum var að draga fram hlut
kvenna og sýna fram á hlutdeild þeirra og þátttöku í helstu atburð -
um Sögunnar, það er að segja hefðbundinni sögu sem helst miðar að
því að rekja stjórnmálasögu vestrænna ríkja. Í ljósi þess hversu gegn -
sýrð hefðbundin sagnaritun var af karlaforræði og einokunarstöðu
karla var krafan um að skrifa konur inn í sögu þjóðríkjanna og gefa
þeim rými sem gerendur á eigin forsendum mjög róttæk en eftir því
sem slíkri sagnaritun óx fiskur um hrygg fór jafnframt að bera á
öðrum áherslum. Sú áherslubreyting kom úr ranni félagssögunnar,
sem var í miklum vexti á níunda áratugnum, þar sem sögu leg þró -
un samfélagsgerða út frá sjónarhorni þjóðfélagshópa var sett í for-
grunn. Slíkt sjónarhorn bauð upp á fjölbreyttari möguleika til að
skrifa sögu hópa sem pössuðu illa inn í hugmyndakerfi sem miðað -
ist við þátttöku í stjórnmálum og setu í valdastöðum.7
yfirleitt er kynjasaga talin vera þriðja skrefið í þessari þróun. Í
stuttu máli má segja að kynjasaga leitist við að skoða hugmyndir
um karlmennsku og kvenleika og tengslin þar á milli. Til grund -
vallar henni liggur hugmyndin um kyngervi sem félagslega mótað
hlutverk. Grein bandaríska sagnfræðingsins Joan W. Scott, „Gender:
A Useful Category of Historical Analysis“ sem birtist í American
Historical Review árið 1986, er talin marka ákveðin þáttaskil í þróun
kynjasögunnar. Í íslenskri þýðingu Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur
hljómar kjarninn í kenningum hennar svo að kyngervi sé „grunn -
þáttur félagslegra tengsla sem byggður er á skynjanlegum mun milli
kynjanna og grundvallar breyta til þess að tákngera valdatengsl“.8
Scott lagði áherslu á að valdatengslin sem lægju á bak við hugtök á
borð við karlmennsku og kvenleika væru í fleirtölu, það er að segja
að ekki væri bara um að ræða formlegt vald heldur ótalmargar birt-
ingarmyndir huglægs valds. Með því að stilla kyngervi upp sem
slíkri breytu var hægt að samþætta það hugtak við aðrar breytur,
svo sem kynþátt, stétt, kynhneigð, fötlun og fleira.9 Hér er þó ekki
hafdís erla hafsteinsdóttir38
7 Sonya O. Rose, What is Gender History?, 1–16 og 80–101.
8 Joan Scott, „Gender: A Useful Category of Historical Analysis,“ American
Historical Review 91, nr. 5 (1986): 1053–1075, hér 1057. „Gender is a constructive
element of social relationships based on perceived differences between the
sexes, and gender is a primary way of signifying relation ships of power.“ Þýð.
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Gender“ sem greiningartæki í sögu,“ 254.
Þorgerður lætur hugtakið gender standa óþýtt en því hefur verið breytt hér.
9 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Gender“ sem greiningartæki í sögu,“ 254.