Saga - 2020, Qupperneq 41
um hnífskörp skil að ræða heldur seigfljótandi þróun. Hin mikla
gróska sem varð í kvennasögu og félagssögu leiddi til þess að farið
var að spyrja breiðari og kennilegri spurninga en áður og sagnfræð -
ingar fóru í ríkari mæli að leita í brunn kynjasögunnar til að svara
spurningum um hvernig þjóðfélagslegt misrétti yrði til.10
Sums staðar áttu sér stað deilur um hvort nefna bæri fagið
kvenna sögu eða kynjasögu og þar sköruðust pólitískir og fræðilegir
hagsmunir.11 Margrét nefnir í grein sinni að ein ástæða þess að
sagnfræðingar séu farnir að notast við hugtakið kynjasaga sé sú að
kvennasaga þjóni pólitískum markmiðum femínista og sé því óboð -
leg fræðimönnum sem vilji fylkja sér undir fána vísindalegrar hlut-
lægni.12 Í viðtali sem Agnes Arnórsdóttir tók við norska sagnfræð -
inginn Idu Blom árið 2004 sagði Ida hins vegar að þróunin frá
kvenna sögu yfir í kynjasögu væri „gersamlega nauðsynleg“ til að
skilja sögu kvenna (og karla). Í hennar augum var sú þróun þannig
alls ekki fráhvarf frá femínískum rótum og tilgangi kvennasögunnar
því hún taldi að með því að leysa upp hugsanagang sem sýndi kon-
ur og karla eins og sögulausar staðalímyndir væri leyst úr læðingi
mikilvæg söguleg þekking sem varpaði nýju ljósi á valdatengsl inn-
an samfélaga.13 Deilur meðal femínískra sagnfræðinga um réttmæti
kynjasögulegra nálgana hafa ekki farið hátt hér á landi og segja má
að flestir þeirra íslensku sagnfræðinga sem hafa fengist við kvenna-
og/eða kynjasögu hafi gert orð Idu Blom að sínum. Slíkur núningur
var hluti af hugmyndafræðilegu umróti áttunda og níunda áratug-
arins víða erlendis, bæði innan femínískra hreyfinga og hug- og
félagsvísinda, og snerist meðal annars um kenninganotkun og túlk-
un texta sem og pólitíska afstöðu til eldfimra málefna á borð við
klám.14 Ein af ástæðum þess að þessar deilur, sem urðu hvað hat-
rammastar í háskólasamfélagi Bandaríkjanna, höfðu lítil áhrif á
landnám kynjasögunnar á íslandi 39
10 Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir og kenningar kynjasögunnar: Þróun og
fram tíðarsýn,“ 33–34.
11 Gisela Bock, „Women’s History and Gender History: Aspects of an Inter -
national Debate,“ Gender & History 1, nr. 1 (1989): 7–30, hér 9–13.
12 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi,“ 242.
13 Agnes Arnórsdóttir, „Sjónarhorn kynjasögu á erindi við allar sögulegar rann-
sóknir. Agnes S. Arnórsdóttir ræðir við dansk-norska sagnfræð ing inn Idu
Blom,“ Saga 42, nr. 2 (2004): 7–15, hér 14–15.
14 Lisa Duggan, „The Theory Wars, or, Who’s Afraid of Judith Butler?“ Journal of
Women’s History 10, nr. 1 (1998): 9–19.