Saga - 2020, Side 43
Auður G. Magnúsdóttir, varði doktorsritgerð við Gautaborgar há skóla
árið 2001 um hlutverk frillulífs í íslensku miðaldasamfélagi. Rann -
sóknin lagði áherslu á pólitískt og efnahagslegt mikilvægi slíkra sam-
banda, hið gagnkynhneigða einkvænishjónaband miðalda var tekið
til endurskoðunar og fjallað um þróun frillulífissambanda sem sjálf -
stæðrar stofnunar. Í þessu samhengi er áhugavert að minnast á grein
Ármanns Jakobssonar, „Ekki kosta munur. Kynjasaga frá 13. öld“,
sem birtist í Skírni árið 2000 en þar fjallaði hann um kynjahlutverk og
kynjatogstreitu í Brennu-Njáls sögu. Sú grein olli miklu fjaðrafoki, sér-
staklega vangaveltur höfundar um mismunandi túlkunarmöguleika
á eðli innilegrar vináttu Gunnars á Hlíðarenda og Njáls á Bergþórs -
hvoli.18 Margir vildu túlka greinina sem svo að Ármann hefði verið
að hrinda þeim félögum út úr skápnum þótt skýrt væri tekið fram í
greininni að hugtök á borð við gagnkynhneigð og samkynhneigð
hefðu verið alls kostar óþekkt á ritunartíma Njálu.19
Kynhegðun Íslendinga fyrr á öldum var einnig aðalefnið í Fjarri
hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur sem kom út árið
1992.20 Bókin, sem bar hinn ögrandi undirtitil „öðruvísi Íslands -
saga“, var um margt brautryðjendaverk en þar lagði Inga Huld
Íslandssöguna undir og sagði frá viðhorfi til ástar, kynlífs og hjú-
skapar. Hún skoðaði löggjöf og heimildir um refsingar við hjúskap-
arbrotum en á þann hátt var samfélagsgerðin öll til skoðunar. Hið
víðfeðma svið bókarinnar fór ekki vel ofan í alla fræðimenn sem
gagnrýndu sumir verkið fyrir ónákvæmni og misræmi í heimilda-
notkun. Í umfjöllun Erlu Huldu Halldórsdóttur og Sigrúnar Páls -
dótt ur um verkið í tilefni 20 ára útgáfuafmælis þess er bent á að
þessar viðtökur hafi ef til vill borið tíðarandanum merki. Fræðin
hafi þá verið minna móttækileg fyrir skapandi túlkun og framsetn-
ingu á heimildum en eitt af því sem Joan Scott kallaði eftir í grein
sinni um gagnsemi kyngervis við sögulega túlkun var einmitt að
fræðafólk væri óhrætt við að beita frjórri hugsun og ímyndunarafli
við rannsóknir sínar.21
landnám kynjasögunnar á íslandi 41
18 Sjá til dæmis: Örn Ólafsson, „Var Njáll hommi?,“ Morgunblaðið 30. júní 2000, 36.
19 Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur. Kynjasaga frá 13. öld,“ Skírnir 174, nr.
1 (2000): 21–47, hér 34.
20 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga (Reykja -
vík: Mál og menning, 1992).
21 Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigrún Pálsdóttir, „Hugleiðing um bókina Fjarri
hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga eftir Ingu Huld Hákonar dóttir,“ Saga 52,