Saga - 2020, Page 44
Rýnt í gegnum linsu kynjasögunnar
Umfjöllun um kynjasögu hafði stundum yfir sér helgiblæ. Það var
auðvelt að lesa grein Joan Scott sem boð um lausn frá blindgötum
kvennasögunnar, sérstaklega því markmiði hennar að „skrifa konur
inn í söguna“, en þrátt fyrir að þekkingu og rannsóknum á lífi og
störfum kvenna hefði fjölgað mikið bar minna á að þætti kvenna
væri getið í rannsóknum sem ekki lutu að þeim sérstaklega. Grein
Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur um hlut kvenna í kennslubókum í
Sögu frá árinu 1996 lýsir vel snertiflötum kvennasögu og kynja-
sögu.22 Greinin byggði á BA-ritgerð hennar í sagnfræði þar sem hún
skoðaði hlut karla og kvenna í kennslubókum í Íslandssögu á
grunn- og framhaldsskólastigi. Í kvennasögulegum anda benti Þor -
gerður á að alla tuttugustu öldina hefðu allar kennslubækur í sögu
verið skrifaðar af körlum og þeir því verið einráðir um að skilgreina
hvað væri þess vert að muna. Þorgerður taldi að til þess að vinda
ofan af slíkri frásagnarhefð yrðum við „að þora að skrifa og kenna
sögu þar sem kynferði er notað sem útgangspunktur til að skilja
áhrif, völd og valdaleysi í samfélaginu“. Enn fremur tók hún fram
að slíkt sjónarhorn þyrfti ekki að skapa söguþráð þolenda og ger-
enda, þar sem konur væru stanslaust settar í hlutverk óvirkra þol-
enda. Þvert á móti væri hægt að hætta að hugsa um „grey þær“ í
umfjöllun um formæður okkar og sýna æskunni að „formæðurnar
áttu sér einnig menningu og líf sem ekki var síður athyglisvert og
merkilegt en lífshlaup forfeðranna“.23 Helsta niðurstaða hennar var
að „þessi flokkur sagnarita fjallar með fáeinum undantekningum
um pólitískt framapot og valdatogstreitu karlasamfélagsins á meðan
konur eru nánast þagaðar í hel“.24
Þessi vandi var djúpstæður og kerfislægur eins og Þorgerður benti
á. Það er einmitt helsta niðurstaða flestra sem hafa fengist við spurn-
inguna um söguleysi kvenna enda hefur sú aðferð að hlaupa upp til
handa og fóta og leita að týndu konunum ekki skilað fullnægjandi
hafdís erla hafsteinsdóttir42
nr. 2 (2014): 99–107, hér 103–105; Joan Scott, The Fantasy of Feminist History
(Durham: Duke University Press, 2011).
22 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Hvað er svona merkilegt við það að vera
karlmaður? Athugun á hlut kvenna í kennslubókum í sögu fyrir grunn- og
framhaldsskólanema,“ Saga 34 (1996): 273–305.
23 Sama heimild, 300–301.
24 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Gender“ sem greiningartæki í sögu,“ 252.