Saga - 2020, Page 45
árangri. Í fyrirlestri á Íslenska söguþinginu 1997 rifjaði Þorgerður upp
þessi greinaskrif og minntist þess að hafa fengið ábendingu um að
greiningin skildi lesendur eftir með hálfgert óbragð í munni án þess að
boða betri tíð. Fyrirlestur Þorgerðar, sem fjallaði um kenningar Scott
var eins konar svar við meintri bölsýni en þar benti hún á kynjasöguna
og greinandi sjónarhorn hennar sem mögulega lausn við kerfisbund-
inni þöggun og jaðarsetningu kvenna. Með því að beina athyglinni að
þessum valdatengslum mætti útskýra hvernig hefðbundin sagnaritun
hefði ratað í þær kvíar sem hún gerði og finna leiðir til að vinda ofan
af því, eða alla vega opna möguleika á nýjum sjónarhornum.25
Sagnfræðingurinn Sigurður Gylfi Magnússon spurði svipaðra
spurninga um möguleika kynjasögu í grein árið 1997 þar sem mark -
miðið var að gera „tilraun til að rekja sameiginlega sögu kynjanna í
stað þess að fjalla um reynslu karla og kvenna hvora í sínu lagi eins
og gjarnan er gert. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að
slík nálgun gefi okkur nýja sýn á þjóðfélagsþróunina á seinni hluta
nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu.“26 Sem dæmi nefndi
Sigurður mýtur um konur í bændasamfélaginu en hans ályktun var
sú að raunveruleg líf og störf bændakvenna hefðu verið býsna frá-
brugðin þeirri ímynd sem haldið var á lofti af sam tíðar mönnum
þeirra og í sagnaritun tuttugustu aldar.27
Sigurður Gylfi nefndi kvennasögu sem dæmi um hvernig félags-
saga hefði, þrátt fyrir fögur fyrirheit, aldrei náð að rífa sig frá ann-
mörkum hefðbundinnar sagnaritunar. Íslensk kvennasaga hefði
öðru fremur verið stofnanasaga, eins konar viðbót við fyrri sögurit-
un, og því fallið innan ramma karlasögunnar og ekki náð að marka
sér sjálfstæði eða sérstöðu.
Kvennasagan á Íslandi hefur einkum beinst að framúrskarandi konum
eða stofnunum sem konur hafa verið viðriðnar á einn eða annan hátt
og áhrifum þeirra á þjóðfélagið, auk einstakra starfa sem konur hafa
leyst af hendi. Þróun kvennasögunnar er því ekki ólík meginlínum
hennar erlendis nema hvað hér á landi hefur kvennasagan aldrei orðið
það afl við endurritun sögunnar sem hefði mátt gera ráð fyrir og er
langt á eftir sams konar skrifum erlendis.28
landnám kynjasögunnar á íslandi 43
25 Sama heimild, sama stað.
26 Sigurður Gylfi Magnússon, „Kynjasögur á 19. og 20. öld? Hlutverka skipan í
íslensku samfélagi,“ Saga 35 (1997): 137–177, hér 137.
27 Sama heimild, 144 og 168–169.
28 Sama heimild, 139.