Saga - 2020, Side 47
sé slíkur frásagnarmáti hamlandi fyrir frjóa og skapandi notkun
heimilda þar sem viðurkennd viðmið stórsögu (karlasögu) skapi til-
hneigingu rannsakenda til að finna viðfangsefni sínu farveg innan
viðtekinnar frásagnar sem kunni að leiða þá fram hjá öðrum þráð -
um í heimildunum. En úr því að Þóra var ekki hæfileikaríkur frum-
herji umvafin sorglegum örlögum kvenna sem ekki náðu að bora
sér leið gegnum glerþakið, hvað var hún þá? Í stað þess að setja
hana á stall sem listamann eða reyna að finna henni frumkvöðla-
hlutverk, sem er hæpið í sögulegum skilningi, er hún í bók Sigrúnar
heimildarmaður, sögumaður og virkur gerandi. Frásögn hennar fær
að njóta sín sem greining og sem slík er hún engu minna virði en
upphafin ímynd af misskildum eða jafnvel kúguðum frumkvöðli.
Aldamótaárið: Yfirlitsritin og endurmatið
Aldamótaárið 2000 var, eðli málsins samkvæmt, mörgum tilefni til
uppgjörs við liðna öld. Fyrir þemahefti Sögu um íslenska sagnaritun
við aldamót fengu ritstjórar 11 höfunda til að skrifa um ákveðin
tímabil eða þemu Íslandssögunnar og hvernig hefði verið fjallað um
þau í íslenskri sagnaritun.33 Efnistök heftisins voru harkalega gagn -
rýnd af Sigurði Gylfa Magnússyni í grein í Sögu þremur árum síðar.
Þar gagnrýndi hann íslenska fræðaumræðu, áherslur, aðferðafræði
og þá hugmyndafræði sem hann taldi vera mest hampað á Íslandi
um þær mundir, yfirlitssöguna. Þessi áhersla á yfirlitsrit væri í eðli
sínu pólitísk og miðaði að því að búa til söguskoðun sem félli að
hugmyndum um framfarahyggju. Enn fremur taldi Sigurður að
með ofuráherslu á framleiðslu yfirlitsrita sýndi hin íslenska sögu-
stofnun að hún kærði sig kollótta um fræðilegar nálganir erlendis
sem sífellt væru að færast fjær slíkum túlkunum.34 Þess í stað kallaði
landnám kynjasögunnar á íslandi 45
33 Saga 35 (2000), formáli, 7.
34 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin,“ Saga
41, nr. 1 (2003): 15–54, hér 15. Sigurður skilgreinir hina íslensku sögustofnun
sem svo: „Með hugtakinu „íslenska sögustofnunin“ vísa ég til þess hóps fræði-
manna sem hefur verið í fylkingarbrjósti sagnfræð innar hérlendis á tuttugustu
öld, einkum þeirra sem notið hafa þess að sitja í föstum stöðum í háskólum á
Íslandi og mótað þannig með kennslu sinni og rannsóknum þankagang þeirra
sem numið hafa sagnfræði. Hér er þó um hugtak að ræða sem nær yfir
ákveðinn hóp fræðimanna sem að mestu er án formlegar stjórnunar og byggir
því á huglægum tengsl um“, 17.