Saga - 2020, Page 50
að þær væru skrifaðar inn í söguna á forsendum hins hefðbundna
sjónarhorns. Sem dæmi nefndi Ragnheiður meðal annars hugmynd-
ina um nauðsyn þess að fylla upp í myndina af sögu hins formlega
valds sem njóti ennþá mikilla vinsælda á Íslandi. Sú hugmynd endur -
speglist meðal annars í ofuráherslu á ævisögur valdakarla og hvernig
fjallað sé um þær sem mikilvæga eða jafnvel nauðsynlega viðbót við
sögu landsins. Ragnheiður andæfði þessu og sagði slíkar sögur ein-
mitt ekki bæta neinu sérstöku við þekkingu okkar á stjórnmálasögu
landsins, nýrrar þekkingar væri frekar að vænta af rannsóknum sem
nálgist efni sitt á annan hátt eða taki fyrir nýtt efni.43
Slík valdsækni gæti einmitt hafa ráðið miklu um efnistök yfirlits-
ritsins um kristni á Íslandi. Löngun höfunda eða skyldur þeirra til
að búa til heildarmynd á forsendum hefðbundinnar stofnanasögu
leiddi þau mögulega fram hjá mikilvægri þekkingu og greiningu á
stofnun sem hefur í gegnum tíðina haft gríðarmikil tök á íslensku
samfélagi. Ekki voru þó allir jafn gagnrýnir á verkið og Páll Björns -
son. Gunnar Karlsson sagnfræðingur mærði ritið í Nýrri sögu og
taldi að fræðileg víðsýni þess og hógvær og látlaus frásagnarháttur,
sem fylgdi ströngustu kröfum um hlutlægni og fjarlægð milli fræði-
manns og viðfangsefnis, sýndi svo um munaði að „fréttir af andláti
hlutlægnisleitandi efnis væru stórlega ýktar“.44 Páll sneri þessari
einkunn Gunnars upp í andhverfu sína í bókadómi sínum í Skírni.
Hann taldi að hin stranga krafa um hlutlægni byrgði höfundum sýn
og varnaði þeim að kryfja efnið til mergjar, til dæmis með því að
beita kenningum kynjasögunnar við greiningu. Sú augljósa stað -
reynd að slík krufning ætti á hættu að afhjúpa kerfisbundna kúgun
og undirokun sem höfundarnir kysu að líta fram hjá sýndi að dagar
hlutlægninnar væru taldir, þvert á það sem Gunnar fullyrti.
Siglt á ný mið
Sigríður Matthíasdóttir sagði í áðurnefndum fyrirlestri á Íslenska
söguþinginu 2002 að rannsóknir á myndun og mótun borgaralegs
samfélags á nítjándu og tuttugustu öld út frá sjónarhorni kynjasög-
unnar skorti á Íslandi og mikið hefði dregið í sundur með íslenskum
hafdís erla hafsteinsdóttir48
43 Ragnheiður Kristjánsdóttir, „Nýr söguþráður. Hugleiðingar um endurritun
íslenskrar stjórnmálasögu,“ Saga 52, nr. 2 (2014): 7–32, hér 29–31.
44 Gunnar Karlsson, „Verkið sem tókst að vinna. Kristni á Íslandi I–V,“ Ný saga
12, nr. 1 (2000): 21–28, hér 24.