Saga - 2020, Síða 52
þannig sniðinn afar þröngur stakkur sem „reyndist ýmsum þeirra
þungur“.47
Fáar konur fengu eins rækilega að kenna á þröngu sniði íslenskrar
þjóðernishyggju og þær sem áttu vingott við erlenda hermenn á
árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ástandsárin svokölluðu eru ein
helsta táknmynd stríðsáranna á Íslandi og ímynd ástandsstúlkunnar
hefur með tíð og tíma orðið að nokkurs konar klisju. Með því að
skoða „ástandið“ sem togstreitu milli kynjahlutverka og ríkjandi
hug mynda um æskilegan kvenleika út frá hugmyndum um þjóð -
erni og kyngervi hafa rannsóknir sagn- og mannfræðinga á borð við
Báru Baldursdóttur og Ingu Dóru Björnsdóttur náð að hefja umræð -
una um þetta viðkvæma málefni upp fyrir hugmyndir um sjúklega
afbrýðisemi íslenskra karla eða drusluskap íslenskra kvenna. Þar
með hafa þær lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar til að skilja og
greina þá atburðarás sem leiddi til einnar kvenfjandsamlegustu
lagasetningar Íslands á tuttugustu öld.48
Sjálfsmyndir
Veigamikill hluti af kynjasögulegum rannsóknum fjallar um mynd-
un og mótun sjálfsmynda. Slíkar rannsóknir fjalla til að mynda um
hvernig hugmyndir um (ó)æskilegar birtingarmyndir kvenleika og
karlmennsku mótuðu hugarheim fólks, hvernig fólk hefur sam-
samað sig þessum hugmyndum, hvernig þeim hefur verið andæft
hafdís erla hafsteinsdóttir50
47 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi
1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004), 355.
48 Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu glaðar skifta um þjóðerni“. Ríkis afskipti af
samböndum unglingsstúlkna og setuliðsmanna,“ í Kvenna slóðir. Rit til heiðurs
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík:
Kvennasögusafn Íslands, 2001), 301–317; Bára Baldursdóttir, „Kynlegt stríð.
Íslenskar konur í orðræðu síðari heimsstyrjaldar,“ í 2. íslenska söguþingið 30.
maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit I, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík:
Sagn fræðistofnun, Sagn fræðinga félag Íslands og Sögufélag, 2002), 64–74; Inga
Dóra Björnsdóttir, „„Þeir áttu sér móður“: Kvenkenndir þættir í mótun íslenskr-
ar þjóðernis vitundar,“ í Fléttur: Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum, ritstj. Ragn -
hildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994),
65–85; Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„Hún var með eldrauðar neglur og varir,
en að öðru leyti ekkert athugaverð í útliti“. Skjalasafn Ungmenna eftir litsins og
ímynd ástandsstúlkunnar,“ Saga 55, nr. 2 (2017): 53–86; Agnes Jónas dóttir,
„Ástandsstúlkan sem vandræðaunglingur. Löggæsla, vernd og eftir lit í ástand-
inu,“ Saga 58, nr. 1 (2020): 106‒135.