Saga - 2020, Qupperneq 53
og hvernig þær hafa breyst. Slíkar rannsóknir vekja upp áhugaverð -
ar spurningar um samspil einstaklings og samfélags, um gerenda-
hæfni (e. agency) einstaklinga til að takast á við ríkjandi gildi og við -
mið samfélaga og hvernig fólk finnur sér stað innan þeirra hefða og
viðmiða sem ríkja í samfélaginu á hverjum tíma.49
Í þessu samhengi liggur ævisagnaformið einna beinast við þar
sem einstaklingurinn er þar í forgrunni. Mannfræðingarnir Inga
Dóra Björnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hafa verið
hvað ötulastar við að nýta kynjasögulegt sjónarhorn til að draga
fram í sviðsljósið ævihlaup gleymdra en merkra kvenna á borð við
Ólafíu Jóhannsdóttur, Björgu C. Þorláksson og Ólöfu Sölvadóttur.50
Sigríður Dúna segir meðal annars í eftirmála að ævisögu Bjargar að
kynjaðar ímyndir samfélagsins hafi verið það ríkur þáttur í lífi henn-
ar að kynjasögulegar aðferðir hafi verið óhjákvæmilegur hluti af
rannsóknum á ævi og störfum hennar.51 Það er ekki að undra að
kynjasögulegum nálgunum hafi fyrst og fremst verið beitt við ritun
ævisagna kvenna þar sem að kyn og kynjaður veruleiki hefur oft
verið grundvallarstef í sögu þeirra, til dæmis hlutverk kvenna sem
húsmæður eða eiginkonur, á meðan karlpersónum er oftar stillt upp
sem kynlausum einstaklingum og athafnasvið þeirra, líf og viðhorf
talin grundvallast af persónu þeirra og atgervi fremur en líffræði -
legu kyni eða kynhlutverki.52 Ekki er þó þar með sagt að hug -
myndir um kynhlutverk komi ekki við sögu í ævisögum karla.
Ármann Jakobsson skrifaði grein í Andvara árið 2005 um karl-
mennskuhugmyndir ævisagnaritara Hannesar Hafsteins þar sem
hann rekur hvernig ímynd hans var hafin á stall í gegnum goðum-
líkar lýsingar. Ármann segir meðal annars að lýsingar ævisagna -
ritara Hannesar á tuttugustu öldinni (allt karlar) séu svo framandi í
augum nútímalesenda að helsta hliðstæðan væri risastór veggspjöld
af poppstjörnum í táningablöðum.53
landnám kynjasögunnar á íslandi 51
49 Sonya O. Rose, What is Gender History?, 8–16.
50 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ólafía. Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur (Reykja -
vík: JPV, 2006); Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björg. Ævisaga Bjargar C.
Þorláksson (Reykjavík: JPV, 2001); Inga Dóra Björnsdóttir, Ólöf eskimói: Ævisaga
íslensks dvergs í Vesturheimi (Reykjavík: Mál og menning, 2004).
51 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björg, 339.
52 Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði,“ 115.
53 Ármann Jakobsson, „Göfugur og stórbrotinn maður. Hannes Hafstein og
sagna ritarar hans,“ Andvari 131, nr. 1 (2005): 157–179, hér 166.