Saga - 2020, Qupperneq 55
gagnkynhneigðar millistéttarkonur að viðfangi sínu og varpa reynslu -
heimi þeirra gagnrýnislaust yfir á aðra hópa kvenna.57 Samhliða því
sem hugtakið kyngervi tók að hasla sér völl í fræði legri umræðu fóru
konur úr jaðarsettum hópum að benda á að kerfi kúgunar á grund-
velli til dæmis kyns og kynþáttar væru ekki einangruð ferli heldur
hefðu þau áhrif hvert á annað. Hugtakið samtvinnun (e. intersectiona-
lity) var kynnt til leiks af bandaríska lög fræðingnum Kimberlé Cren -
shaw árið 1989 til þess að ná utan um hvernig mismunarbreytur á
borð við kynþátt, kyngervi og kynhneigð tvinnast saman. Hugmyndin
var ekki að varpa sjálfsmyndum fyrir borð heldur veita því athygli
hvernig þær fléttast saman og hafa áhrif hver á aðra.58 Samtvinnun
hefur ekki verið áberandi í íslenskri sagnfræði til þessa. Árið 2017
fjallaði Þorgerður H. Þor valdsdóttir þó nokkuð ítarlega um hugtakið
í grein sinni „„Því miður eruð þér ekki á kjörskrá“. Samtvinnun sem
greiningartæki í sagnfræði“ í Sögu. Þar beitti hún samtvinnun til þess
að (endur) skoða hugmyndir um „sigurgöngu“ kosningaréttar kvenna
með því að beina sjónum að konum sem misstu kosningarétt sinn, til
dæmis vegna fátæktar eða heilsu brests.59 Íris Ellenberger hafði enn
fremur ári áður skrifað grein um samtvinnun réttindabaráttu sam-
kynhneigðra og kvennahreyfingarinnar á níunda áratugn um í gegn-
um félagasamtökin Íslensk-lesbíska.60
landnám kynjasögunnar á íslandi 53
Orðinu er oft stillt upp sem andheiti við orðið trans. Vef. Auður Magndís
Auðar dóttir og Íris Ellenberger, „Sís, sískynja,“ Hinsegin frá Ö til A, otila.is, sótt
20. september 2020.
57 Sjá til dæmis: Chandra Talpade Mohanty, „Under Western Eyes: Fem inist
Scholar ship and Colonial Discourses“ boundary 2 12/13, nr. 1 (1984): 333–358;
bell hooks, Feminist Theory: From Margin to Center, (Boston: South End Press,
1984); Patricia Hill, Black Feminist Thought: Knowledge, Con sciousness and Politics
of Empowerment. 2. útg. (London og New york: Routledge, 2000); Audrey Lorde,
Sister Outsider: Essays and Speeches. 3. útg. (Berkeley: Crossing Press, 2007).
58 Kimberlé Crenshaw, „Demarginalizing the Intersection of Race and Sex: A
Black Antiracist Critique of Antidiscrimination Doctrine, Feminist Theory and
Black Antiracist Politics,“ University of Chicago Legal Forum (1989): 139–167.
59 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Því miður eruð þér ekki á kjörskrá“. Sam -
tvinnun sem greiningartæki í sagnfræði,“ Saga 55, nr. 1 (2017): 74–112. Grein
Þorgerðar um hvernig hugtakið samtvinnun nýtist sem greiningartæki í sögu
birtist nákvæmlega 20 árum eftir að hún skrifaði samsvarandi grein um kyn-
gervi sem greiningartæki í sögu og saman mynda þessar greinar áhugaverða
heild um möguleika kenninga úr kynjafræði til sögulegra greininga. Þorgerður
lést í júlí 2020 og er þessi grein tileinkuð minningu hennar.
60 Íris Ellenberger, „Lesbía verður til“.