Saga - 2020, Page 58
fyrir 1960.67 Framtakið minnir um margt á upphafsár kvennasög-
unnar og þá viðleitni sagnfræðinga að skrifa og miðla sögum af
konum. Því má segja að þarna hafi verið um dæmigert kvennasögu-
verkefni að ræða en þó með breyttum formerkjum.
Það er þó ekki sjálfgefið að sagnfræðingar á sviði kynverundar
setji einstaklinga eða hópa í forgrunn. Kristín Svava Tómasdóttir, sem
átti meðal annars grein í áðurnefndu greinasafni um hinsegin sögu,
gaf út bók árið 2018 um sögu kláms á Íslandi þar sem rýnt var í
umræðu um klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. Sjálft hug-
takið klám var þar tekið til gagngerrar skoðunar en þó ekki í þeim til-
gangi að finna endanlega skilgreiningu heldur til að skoða birtingar-
myndir þessa loðna hugtaks í gegnum sjón- og bókmenningu. Í rann-
sókninni voru þeir ólíku aðilar sem tóku þátt í að móta umræðu um
klám skoðaðir ítarlega og áhersla lögð á að varpa ljósi á hin sögulega
breytilegu mörk velsæmis, listræns frelsis og upp lýstrar fræðslu.68
Annað dæmi um samspil sögu kynverunda og hugmyndasögu
er grein Írisar Ellenberger um snertifleti þjóðernishyggju og hins -
egin baráttu. Þar voru nýlegar birtingarmyndir ímyndar Íslands
sem jafnréttisparadísar fyrir samkynhneigða raktar og settar í sam-
hengi við eldri orðræður um Ísland sem fyrirmyndarland og nor-
ræna jafnréttisparadís. Í greininni voru hugmyndir um hvernig
sam kynhneigðir hafa verið innlimaðir í slíka ímyndasköpun og á
hvaða forsendum teknar til gagnrýninnar endurskoðunar.69 Þó að
efnistök rannsókna Kristínar og Írisar væru æði ólík nýttu þær báðar
hugtök og nálgun sögu kynverundar til að skoða mörk hins við -
tekna og hins afbrigðilega og alla þá ólíku þræði sem hafa áhrif á
þessi ósýnilegu en mikilvægu landamæri.
hafdís erla hafsteinsdóttir56
67 Vef. Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellen -
berger, Huldukonur. Hinsegin kynverund kvenna á Íslandi fyrir 1960. Heimildir,
túlkanir, námsefni, huldukonur.is, sótt 20. september 2020.
68 Kristín Svava Tómasdóttir, Stund klámsins, 279.
69 Íris Ellenberger, „Að flytja út mannréttindi. Hinsegin paradísin Ísland í ljósi
samkynhneigðrar þjóðernishyggju og sögulegra orðræðna um fyrirmyndar-
samfélög í norðri,“ í Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin
saga á Íslandi, ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla
Hafsteinsdóttir (Reykjavík: Sögufélag, 2017), 229–270.