Saga - 2020, Page 59
200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og skipbrot kennslubóka
Afmælisár eru mikilvæg undirstaða í ímyndarsköpun þjóða. Sam -
eiginlegt minni þjóða er að hluta til byggt á því að muna eftir mikil -
vægum áföngum og merkingu þeirra fyrir þjóðina. Á Íslandi verður
að teljast óumdeilanlegt að 17. júní sé einn slíkur dagur og líklega sá
veigamesti. Á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011 var að
sjálfsögðu tilefni til að líta til baka til landföðurins en í þetta skiptið
mátti greina nýjar áherslur í umræðu um ímynd og minningu Jóns.
Sigrún Pálsdóttir, þáverandi ritstjóri Sögu, velti fyrir sér tilgangi
þess að halda upp á slík afmæli og hvort að valdhafar og embættis-
menn væru ef til vill hugsunarlaust að halda í gamlar og merking-
arlausar hefðir með málþingum og útgáfu frímerkja og fræðsluefnis.
Í stað þess að sigla þann sjó ákvað Sigrún að leita til 11 kvenna víðs
vegar af vettvangi hug- og félagsvísinda og fá þær til að skrifa stutta
hugvekju um hvað eða hver Jón Sigurðsson er eða var. Svörin voru
afar fjölbreytt en þó mátti skilja á flestum höfundanna að Jón þætti
heldur óspennandi fígúra sökum aldalangrar sögulegrar upphafn-
ingar.70
Þó nokkur rit um Jón komu út á afmælisárinu, frá nokkrum
minni forlögum komu út bækur þar sem Jón var ausinn lofi en ýmsir
sagnfræðingar reru á önnur mið.71 Páll Björnsson fór til dæmis
nýstárlegar leiðir í bók sinni Jón forseti allur? Táknmyndir þjóð hetju frá
andláti til samtíðar. Bókin hefst á jarðarför Jóns og rekur sig áfram til
samtímans þar sem ímynd(ir) Jóns og minningin um Jón er sett í for-
gang. Strax í upphafsatriði bókarinnar tekur Páll til umfjöllunar
karlamergðina í jarðarför Jóns þar sem „hreyfanleiki karla og áhrifa-
leysi kvenna [var] undirstrikað með því að karlmennirnir fóru í
skrúð göngur en konur horfðu á“.72 Karlmennskuímyndir Jóns leika
veigamikið hlutverk í greiningu Páls en ævinlega er tekið fram þegar
karlar tala og þegar konur tala (ekki) og þannig verða karlmennsku-
ímyndir Jóns að rauðum þræði í gegnum bókina. Þessi nýstárlega
landnám kynjasögunnar á íslandi 57
70 Ýmsir, „Hver/hvað … var/er Jón Sigurðsson?“ Saga 49, nr. 1. (2011): 13–52.
71 Sjá til dæmis: Hallgrímur Sveinsson, Maður sem lánaðist (Brekka í Dýrafirði:
Vestfirska forlagið, 2011); Jónas Þór, Varðinn í vestri (Reykjavík: Ormstunga,
2011); Hallgrímur Sveinsson, We Call Him President (Brekka í Dýrafirði: Vest -
firska forlagið, 2011).
72 Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
(Reykja vík: Sögufélag, 2011), 36.