Saga - 2020, Síða 60
greining á Jóni átti ekki upp á pallborðið hjá öllum en í bókadómi í
tímaritinu Þjóðmál sagði Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra að
kynjasöguleg áhersla bókarinnar gæfi henni „sérviskulegan blæ“.73
Eftir afskaplega mörg ár í þagnargildi fékk Ingibjörg Einars dóttir,
eiginkona Jóns Sigurðssonar, loksins sinn sess í safni minninga um
Jón í bók Margrétar Gunnarsdóttur sem bar einfaldlega heitið Ingi -
björg. Höfundur gekk beint til verks og spurði lesandann strax á
fyrstu síðu: „Hver var Ingibjörg Einarsdóttir?“74 Þessi heldur al -
menna spurning fól í sér dýpri merkingu. Ingibjörg er sú kona sem
er hvað oftast nefnd á nafn í kennslubókum um sögu Íslands en
þrátt fyrir það var hún hálfgerð huldukona sem lítið var vitað um.75
Í bók Margrétar var ítarlega fjallað um heimili Ingibjargar og Jóns,
salonið þar sem Íslendingar í Höfn hittust og ræddu málin. Heimilið
var eins konar starfsvettvangur Jóns þar sem hann styrkti og rækt -
aði tengslanet sitt en fram til þessa hafði framlag eða sýnileiki Ingi -
bjargar í heimilishaldinu verið lítill sem enginn þrátt fyrir að heim-
ilishaldið hafi vissulega verið samstarfsverkefni þeirra hjóna. Með
því að finna Ingibjörgu loksins stað innan veggja eigin heimilis
varp aði bókin áhugaverðu ljósi á mörk einkarýmis og almanna -
rýmis en heimilið, einkarýmið, hefur oft verið talinn vettvangur
kvenna á meðan opinbera rýmið hefur verið vettvangur karla.76
Sama ár urðu líka deilur vegna nýlegra kennslubóka í sögu.
Kveikjan var ábending til Jafnréttisstofu um bágan hlut kvenna í
kennslubókunum Sögueyjunni sem komu út 2009 og 2010. Í þeim var
engin kona nafngreind í atriðisorðaskrá og aðeins fimm konur komu
fyrir í texta bókarinnar, tvær sem voru höfundar ljóða er komu efni
bókanna ekki beinlínis við og tvær í myndatexta. Eina nafngreinda
konan í aðaltexta var Ólöf ríka sem fór að safna liði.77 Jafnvel konum
á borð við landnámskonurnar Auði djúpúðgu og Hallveigu Fróða -
hafdís erla hafsteinsdóttir58
73 Björn Bjarnason, „Sess Jóns Sigurðssonar í þjóðarsálinni,“ Þjóðmál 8, nr. 1
(2012): 92–97, hér 94.
74 Margrét Gunnarsdóttir, Ingibjörg. Saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns
Sigurðssonar forseta (Reykjavík: Sögufélag og Bókafélagið Ugla, 2011), 7.
75 Sama heimild, 264.
76 Guðmundur Hálfdanarson, ritdómur um Ingibjörg. Saga Ingibjargar Einars -
dóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta eftir Margréti Gunnars dóttur, Saga 50,
nr. 1. (2012): 232–236, hér 236.
77 Vef. Kristín Linda Jónsdóttir, „Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu
á miðstigi grunnskóla“. Jafnretti.is. Skýrsla gefin út af Jafnréttis stofu 2011, sótt
20. september 2020.