Saga - 2020, Page 61
dóttur, sem samkvæmt karllægum söguskilningi væru gerendur
sem vert væri að minnast, var sleppt. Auk þess voru efnistök bók-
anna gagnrýnd en kvenna var nær eingöngu getið í umfjöllun um
barnagæslu, heimilisverk eða þegar þær hlustuðu á aðra karlmenn
tala. Enn fremur voru kvenlýsingar heldur fátæklegar en konum var
helst lýst sem fögrum eða myndarlegum á meðan karlar voru ríkir
eða valdamiklir. Höfundur bókanna klóraði í bakkann með full-
yrðingum um að hann væri að skrifa sögu þjóðar en ekki einstak-
linga en viðurkenndi þó að ef til vill hefði verið réttara að tala um
landnámshjónin Ingólf og Hallveigu í stað þess að nefna Ingólf ein-
an.78
Málin voru rædd ítarlega á Gammabrekku, póstlista sagnfræð -
inga. Þar birtust kunnuglegar átakalínur, tilbrigði við stef sem eru
vel þekkt úr kvennabaráttu tuttugustu aldar, þar sem varað var við
„hausatalningu“ og því haldið fram að það gæfi skakka mynd af
fortíðinni að reyna að troða konum inn í kennslubækur. Tilgangur -
inn væri jú að segja frá því sem hefði gerst og karlar væru einfald-
lega hinir sögulegu gerendur. Erla Hulda Halldórsdóttir hefur bent
á að þessar umræður snerust fljótlega upp í móralskar umræður um
hvort sagnfræðin væri að verða pólitískri rétthugsun að bráð en
vandamálið sjálft, fjarvera kvenna úr sögubókum, og sú staðreynd
að saga kvenna væri ekki umfjöllunarefni kennsluefnis fyrir börn og
unglinga var ekki tekin til nánari umfjöllunar.79 Sama ár fóru fram
líflegar umræður á sömu Gammabrekku um hvort kynjasaga ætti
erindi sem umfjöllunarefni hádegisfyrirlestraraðar Sagnfræðinga -
félagsins. Kallað var eftir hugmyndum að umfjöllunarefni á póstlist-
anum og sitt sýndist hverjum. Margir tóku vel í tillöguna en ein-
hverjum þótti efnið fullsértækt, jafnvel þó að fyrirlestraröðin væri
bara ein önn. Enn fremur glitti í pólitíkina þegar ásakanir flugu um
að karlkyns sagnfræðingar sem styddu framtakið væru skaðaðir af
pólitískri rétthugsun og í auðmjúkri fylgispekt við kvenkyns kollega
sína. Erla Hulda taldi þetta vera nokkuð afhjúpandi umræðu sem
hunsaði 40 ár af femínískri sagnfræði og bæri keim af djúpstæðu
virðingarleysi, bæði við sagnfræðinga sem legðu stund á kvenna- og
kynjasögu og fagið sjálft.80
landnám kynjasögunnar á íslandi 59
78 Hólmfríður Gísladóttir, „Nafngreina þræla Ingólfs en ekki konuna Hall veigu,“
Morgunblaðið 12. október 2011.
79 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Gendering Icelandic Historiography,“ 198.
80 Sama heimild, sama stað.