Saga - 2020, Page 63
sagnir af kjörum kvenna í stríðinu og tengingu við dýrtíðina, sem
var mikið hitamál innan kvennahreyfingarinnar. Enn fremur skoð -
aði Gunnar karlmennskuímyndir í samhengi við karlmennskuhug-
sjónir og síðast en ekki síst tók hann karlaslagsíðuna sem oft og
tíðum fylgir sagna ritun um hernað til umræðu og gerði hana þar
með að hluta við fangsefnisins.82 Þó svo að bók Gunnars sé ekki
kynjasöguleg í eðli sínu, eða eigi að vera það, sýnir hún í hnotskurn
hvernig samþætta má kynjasögulega greiningu í umfjöllun um
heldur hefðbundið efni.
Eins og framangreind dæmi sýna einskorðast sjónarhorn og við -
fangsefni kynjasögunnar síður en svo við konur. Vissulega eru
konur oft meginviðfangsefni rannsókna sem beita sjónarhorni kynja -
sögu en slíkt þarf þó ekki endilega að tákna að kynjasaga sé gamalt
vín á nýjum belgjum. Konur eru mun oftar skilgreindar út frá líf -
fræðilegu kyni sínu, til dæmis sem húsmæður eða eiginkonur, held-
ur en karlmenn. Þær eru kyn á meðan líffræðilegt kyn karlmanna er
sjaldan skrifað sem grunnþáttur í tilveru þeirra.83 Þó má segja að
kyn Hannesar Hafsteins og Jóns Sigurðssonar hafi einmitt verið
grundvallarþáttur gerendahæfni þeirra og áhrifa líkt og Ármann
Jakobsson og Páll Björnsson hafa sýnt fram á. Gott er að hafa í huga
að kenningar eru sjaldnast töfralausn og til þess að þær nýtist sem
skyldi þurfa þær að vera þannig úr garði gerðar að fræði menn geti
slípað þær til svo þær henti efninu. Margir fræðimenn hafa einnig
velt því fyrir sér hvort kenningar eigi það til að múl binda einstak-
linga innan eigin ramma og þar með veita þeim takmarkað pláss til
athafna.84 Joan Scott sagði síðar í endurliti um grein sína frá 1986 að
hugtakið kyngervi fæli ekki í sér ákveðnar fyrirframgefnar skilgrein-
ingar heldur væri það opin spurning og sem slík ætti það ennþá
erindi við sögulegar rannsóknir.85
Nýjar stefnur og áherslur í fræðum verða ekki til í tómarúmi.
Samfara vexti og útbreiðslu kynjasögu skapaðist einnig umgjörð
utan um hana. Árið 2002 var málstofa helguð kynjasögu á Íslenska
landnám kynjasögunnar á íslandi 61
82 Íris Ellenberger, ritdómur um Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslend ingar og
heimstyrjöldin fyrri eftir Gunnar Þór Bjarnason, Saga 54, nr. 2 (2016): 194–197.
83 Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði,“ 115.
84 Sjá til dæmis: Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „„Gender“ sem greiningar tæki í
sögu“ og Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði“.
85 Joan Scott, „Unanswered Questions,“ The American Historical Review 113, nr. 5
(2008): 1422–1430, hér 1429.