Saga - 2020, Blaðsíða 64
söguþinginu, sem markaði nokkur tímamót í íslenskri sagnfræði,86
og árið 2008 var Norræna kvenna- og kynjasöguþingið haldið í
Reykja vík. Þar komu saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í
kvenna- og kynjasögu og þingið var því kærkomið tækifæri fyrir
íslenska sagnfræðinga að fá nýjustu strauma og stefnur í faginu
beint í æð. Árið 2016 var svo ráðinn lektor í kvenna- og kynjasögu
við Háskóla Íslands og þar með má segja að bæði kvenna- og kynja-
sagan hafi endanlega horfið frá jaðrinum í átt að miðjunni.
Útilokar eitt annað?
Landnámi kvennasögunnar er síður en svo lokið þó að kynjasagan
hafi lagst að bryggju. Flestir sagnfræðingar sem hafa lagt stund á
kynjasögulegar rannsóknir líta svo á að ein aðferð útiloki ekki aðra og
að kynjasaga sé ekki arftaki kvennasögu í þeim skilningi að sól þeirr -
ar síðarnefndu sé hnigin til viðar og upp runnin öld kynjasögunnar.
Þvert á móti bjóði kynjasaga upp á margvísleg tæki til greiningar sem
kvennasagan nýti sér og þessar greinar ættu að sækja innblástur hvor
í aðra.87 Enn fremur er ekki að sjá að hinn pólitíski grunn tónn kvenna -
sögunnar hafi nokkuð dofnað. Eins og flestir sem fjallað hafa um
kynjasögu hafa bent á varð hún til sem viðleitni til að spyrja víð -
feðmari spurninga sem varða samfélagslegt misrétti.88 Í niðurlagi
greinar sinnar um athafnasemi kvenna og vesturferðir tóku Þorgerð -
ur Einarsdóttir og Sigríður Matthíasdóttir einmitt skýrt fram að kenn-
ingum þeirra væri beitt „sem markviss[ri] tilraun til þess að hnekkja
jaðarsetningu og ósýnileika kvenna í sögulegu samhengi“.89
Það er auðvelt að horfa til baka til ársins 2000, þegar ráðist var í að
gera stöðuúttekt á íslenskri sagnaritun í tilefni aldamóta, og benda á
skammsýni og forspár sem ekki rættust. Kvenna- og kynjasögufræð -
ingar ættu einmitt að vera afar meðvitaðir um að tímabilaskipting
stórsögunnar er ekki alltaf hentug til þess að draga fram þróun og
hafdís erla hafsteinsdóttir62
86 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Constructing Identities. A Critical Assess ment of
the Gender Perspective in Icelandic Historiography,“ í Pro fessions and Social
Identity: New European Historical Research on Work, Gender and Society, ritstj.
Berteke Waaldijk (Pisa: Pisa University Press, 2006), 138.
87 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Gendering Icelandic Historiography,“ 185; Sigríð ur
Matthíasdóttir, „Aðferðir og kenningar kynjasögunnar,“ 41–42.
88 Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir og kenningar kynjasögunnar,“ 34.
89 Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Matthíasdóttir, „Auðmagn sem erfist,“ 221.