Saga - 2020, Page 67
hjalti hugason
Átökin um útförina
Skiptar skoðanir um heimagrafreiti á Íslandi
á nítjándu og tuttugustu öld
Frá því um 1880 og fram yfir miðja tuttugustu öld gætti útbreiddra
óska meðal bænda hér á landi um upptöku heimagrafreita í stað þess
að hvíla í sameiginlegum kirkjugörðum eins og tíðkast hafði frá önd-
verðri kristni í landinu. Svo rammt kvað að þessu að heimagrafreitir
urðu fleiri hér en meðal margfalt fjölmennari þjóða. Forystumenn kirkj-
unnar andæfðu þessum sið frá upphafi og á tímabilum af hörku en
afstaða veraldlegra stjórnvalda var breytileg. Hér stóðu því átök um
útförina. Í þessari grein verður fjallað um þessi átök og rýnt í orsakir
þeirra og samhengi.
Á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tutt-
ugustu urðu athyglisverðar breytingar á útfararsiðum Íslendinga.
Rufu þær samhengi sem ríkt hafði á því sviði allt frá öndverðri
kristni í landinu. Í fornnorrænum sið voru þeir sem létust heima lík-
lega grafnir heima fyrir en þó utan túngarðs og mynduðust þá
kumla teigar þar sem heimafólk á hverjum bæ var grafið.1 Vera má
að fyrst eftir kristnitöku hafi áfram verið jarðsett í fornum kumla-
teigum og að fyrstu kirkjur landsins hafi verið reistar á þeim til að
fullnægt væri þeirri fornu kristnu hefð að grafa lík einvörðungu við
kirkjur.2 Síðar voru kirkjurnar fluttar heim að bæjarhúsunum og um
þær mynduðust kirkjugarðar.3 Þegar sóknarkerfi landsins óx fram
fækkaði heimiliskirkjum en sóknarkirkjur með mismunandi réttindi
og skyldur tóku við. Enn fremur tóku biskupar að kveða sérstaklega
á um hvar grafa mætti lík, það er við svokallaðar graftarkirkjur. Þó
kann að vera að hér hafi verið grafið við allar kirkjur.4
Saga LVIII:2 (2020), bls. 65–95.
1 Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi (Akureyri: Bóka útgáfan
Norðri, 1956), 201–205.
2 Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, Kristni á Íslandi I, ritstj. Hjalti Huga -
son (Reykjavík: Alþingi, 2000), 186, 340.
3 Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé, 202.
4 Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins, útg. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson
Hjalti Hugason, hhugason@hi.is