Saga - 2020, Side 68
Í kjölfar kristnitöku komst sá háttur á að börn væru borin til
skírnar svo fljótt sem verða mátti sem og að sérhver skírður einstak-
lingur væri grafinn við kirkju hefði hann ekki fyrirgert rétti sínum
til að hvíla þar. Var þetta í samræmi við alþjóðlega venju og þótti
sálarheill einstaklingsins undir þessum tveimur atriðum komin. Sú
skylda var líka lögð á samfélagið í heild að tryggja að allir fengju
notið þessa. Í Kristinna laga þætti Grágásar var þannig mælt fyrir
um hverjir væru skyldir til að færa barn til skírnar væri faðirinn
ekki nærstaddur eða ófær um það.5 Eins var kveðið á um skyldu
fólks til að færa lík til kirkju hvort sem hinn látni dó heima eða
fannst á víðavangi.6 Þeir einir voru útilokaðir frá vígðri mold sem
ekki höfðu verið skírðir, höfðu fyrirfarið sér án þess að sýna iðrun
áður en þeir gáfu upp öndina, voru í banni biskups eða sekir skóg-
armenn. Bisk up gat þó veitt undanþágu frá síðastnefnda banninu.7
Svo rík var áherslan á að öll lík hvíldu í kirkjugörðum að í Kristinna
laga þætti var kveðið á um að grafa skyldi upp alla er jarðaðir
höfðu verið við aflagðar kirkjur og flytja jarðneskar leifar þeirra í
næsta kirkjugarð.8
Við siðaskipti voru helgisiðir í tengslum við útfarir einfaldaðir til
muna. Áfram var þó haldið fast við að lík skyldi aðeins jarða í kirkju -
garði og þá með klukknahringingu og moldun, það er að þremur
rekum moldar væri kastað á líkið með sérstökum formála.9 Á síð -
hjalti hugason66
og Mörður Árnason (Reykjavík: Mál og menning, 1992), 5; Hjalti Hugason, Frum -
kristni og upphaf kirkju, 170–174, 340–342.
5 Grágás, 1–3; Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, 336.
6 Grágás, 5–9; Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, 340.
7 Grágás, 9–10; Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, 340. Á átjándu öld
voru ákvæðin milduð þannig að grafa mátti dauðadæmt brotafólk í kirkjugarði
án yfirsöngs. Sérákvæði um greftrun sakamanna voru svo felld brott 1869.
Bjarni Sigurðsson, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts,
Europïsche Hochschulschriften II: 524 (Frankfurt am Main: Peter Lang, 1986),
151–152; Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“ Árbók Hins íslenzka forn-
leifafélags 2016 (2017): 153; Árni Björnsson, Merkisdagar á mannsævinni (Reykja -
vík: Mál og menning, 1996), 411.
8 Grágás, 10. Gera verður ráð fyrir að í undantekningartilvikum á ýmsum tímum
hafi verið jarðað utan kirkjugarðs en þó í vígðum reit. Ólafur Olavius segir til
að mynda frá slíkum reit með tíu gröfum í Hornvík á Hornströndum á átjándu
öld en þaðan var langt til kirkju. Ólafur Olavius, Ferðabók: Landshagir í norð -
vestur-, norður- og norðaustursýslum Íslands 1775–1777, ásamt ritgerðum … I, þýð.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum (Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1964), 167.
9 Inger Marie Tønnessen, „Kirkelige handlinger i etterreformatorisk tid — praksis