Saga - 2020, Page 71
Vegna þess stöðugleika sem ríkti varðandi venjur sem tengdust
útför og dauða má líta á þær sem mikilvægan þátt í andlegri menn-
ingu bændasamfélagsins sem hér var við lýði á blómatíma heima-
grafreitanna. Því má ætla að skýringanna á þeim átökum um útför-
ina sem hér eru talin hafa komið fram í upptöku heimagrafreita og
andstöðu kirkjunnar við þá sé að leita í víðtækum breytingum á
sviði samfélags og menningar bæði á kirkjulegu og veraldlegu sviði
á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Í
öðrum kafla hér næst á eftir verða átökin um útförina því sett í sam-
hengi við þróun íslensks landbúnaðar og stöðu þjóðkirkjunnar í
samfélaginu á upphafs- og blómatíma heimagrafreitanna og þannig
leitað skýringa á nýbreytninni og átökunum um hana.
Nær ekkert hefur verið ritað fræðilega um heimagrafreiti. Ný -
lega birti Stefán Ólafsson fornleifafræðingur þó grein í Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags þar sem hann fjallaði um upphaf heimagraf-
reitanna, ákvæði laga um þá, fjölda þeirra og dreifingu um landið.
Þá setti hann og fram tilgátur um ástæður þess að heimagröftur
ruddi sér svo mjög til rúms sem raun ber vitni.16 Stefán staðhæfir að
ákvæði um heimagrafreiti hafi fyrst verið tekin upp í lög um kirkju-
garða hér á landi árið 1901 en í reglugerð árið 1902 og hafi sóknar-
nefndum þá um hríð verið veitt umboð til að gefa leyfi fyrir þeim.
Því telur hann að „leyfisbréfin“ um þá hafi horfið úr opinberum
stjórnvaldsgögnum.17 Þetta er á misskilningi byggt. Stefán túlkar
ummæli laganna og reglugerðarinnar um ættargrafreiti svo að um
heimagrafreiti sé að ræða en í sjöttu grein reglugerðarinnar er kveð -
ið á um heimild fólks til að sækja um að „fá útmældan grafreit til
legastaðar handa sjer og ættmönnum sínum“ og skyldi það látið
eftir „að svo miklu leyti sem sóknarnefnd þykir ástæður leyfa“.18
Hér er aftur á móti tvímælalaust um útmælda ættarreiti í sóknar-
kirkjugarði að ræða. Slíkir reitir eða fjölskyldugrafir eru alþekktar
bæði hér og í nágrannalöndunum og þá ekki síður í borgum en til
sveita.19 Í kjölfar reglugerðarinnar var enda töluvert um að lík væru
átökin um útförina 69
16 Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“ 153–170.
17 Sama heimild, 153, 158–159, sjá 166.
18 Stjórnartíðindi 1902 B, 146.
19 Vef. Magdalena Jonsson, „Rälla begravningsplats: Kulturhistorisk inventaring
av kyrkogårdar/begravningsplatser i Växjö stift 2007,“ 5, kalmarlansmuseum.se,
Kalmar läns museum, sótt 9. september 2020. Dæmi er um að lík hafi verið
flutt til í kirkjugörðum og jafnvel milli garða eftir að slíkir fjölskyldureitir voru
teknir upp.