Saga - 2020, Blaðsíða 74
hennar töldust umsækjendur nær undantekningarlaust. Um afstöðu
bænda verður fremur að álykta út frá fjölda umsókna um heima -
gröft og því hversu langt ýmsir voru tilbúnir að ganga til að ná
markmið um sínum. Fyrir kemur að starfsmenn stjórnarráðsins og
jafnvel ráðherra hafi ritað álit sitt á umsóknargögnin. Veita slíkar
áritanir innsýn í hvernig gögnin hafa gengið milli manna og hvaða
sjónarmið réðu ferðinni í stjórnarráðinu.
Tilkoma heimagrafreita fól fráleitt í sér séríslenskt rof á sviði
útfararmenningar. Þvert á móti þekktust einkagrafreitir í nálægum
löndum og hefur hugmyndin um þá borist þaðan. Samanburðar -
gögn í þessari rannsókn koma frá Noregi. Þar í landi er að finna
heldur færri einkagrafreiti en hér á landi eða um 160 á móti rúmlega
170. Á fyrsta áratug nítjándu aldar voru veitt fleiri leyfi í Noregi en
á nokkrum öðrum áratug eða 25. Fyrir aldamótin 1900 voru gefin út
alls 47 leyfi. Á tímabilinu 1900–1939 fjölgaði leyfunum aftur mikið
en á þeim tíma urðu þau alls 48. Í annan tíma voru gefin út innan
við tíu leyfi á áratug fram til 2009.27 Upphaf einkagrafreita í Noregi
helst líklega í hendur við áhuga fólks úr efri lögum samfélagsins að
halda sérstöðu sinni er hætt var að grafa einstaklinga úr þeim
þjóðfélagshópi inni í kirkjunum.28 Svipuðu máli gegndi um einka -
grafreiti í Svíþjóð sem og Danmörku en þar var búið að taka fyrir
stofnun einkagrafreita um það leyti sem þeir tóku að ryðja sér til
rúms hér.29 Það sem einkennir nýbreytnina hér var að hún hófst
síðar en í grannlöndunum. Hér á landi varð hreyfingin líka alþýð -
legri þar sem hún ruddi sér hér til rúms meðal bænda almennt.
Vissulega sátu sumir umsækjendanna gamalgróin höfuðból sem
verið höfðu í eigu sömu ættar um langt skeið. Svo var þó alls ekki
alltaf og leyfi voru jafnvel veitt þótt umsækjandi ætti aðeins hluta út
jörð eða jarðarskika og hefði jafnvel reist þar nýbýli.30 Hér á landi
var því ekki um yfirstéttarfyrirbæri að ræða. Þá var nýbreytnin
hjalti hugason72
27 Helge Klingberg, Private gravsteder ([án útgst.]: E-forlag, 2019), 3, 70, sjá og 12–
62.
28 Sama heimild, 6–7, 11, 64, 73.
29 Vef. „Begravningslag (1990:1144),“ 2. kap., 6. par., riksdagen.se, Sveriges riks-
dag, sótt 2. apríl 2020; Vef. Magdalena Jonsson, „Rälla begravningsplats,“ 8–9;
Hdr. Oloph Bexell prófessor emeritus, tölvubréf til höfundar dags. 30. ágúst
2019; Ministerialtidende 1885 A, 55.
30 Sjá t.d. ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/690-1. Bréfasafn. Biskup til
stjórnar ráðsins. 26. mars 1917; Sama stað. Biskup til dóms- og kirkjumálaráðu -
neytisins. 1. nóvember 1922.