Saga - 2020, Síða 77
myndu taka við búunum og þannig njóta jarðabóta og húsbygginga.
Þá hefur bændafólk einnig tengst bújörð sinni nýjum tilfinninga-
böndum. Efldist þessi tilfinning af því að sú stefna sem rekin var til
eflingar landbúnaðinum fólst í að standa vörð um fjölskyldubýli þar
sem hjón stunduðu búskap með aðstoð barna sinna og að nokkru
leyti aðkeypts vinnufólks.45 Þetta er það umhverfi og hugsunarhátt-
ur sem ríkti á fyrsta fjölgunarskeiði heimagrafreitanna.46
Annað fjölgunartímabilið hófst árið eftir að ráðuneyti Tryggva
Þórhallssonar tók við af ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar en þetta var
fyrsta ráðuneytið sem Framsóknarflokkurinn myndaði. Sat það til
1932 og var Jónas Jónsson frá Hriflu dóms- og kirkjumálaráðherra
lengst af.47 Hann var einn af helstu baráttumönnum landsbyggðar-
innar og vann að eflingu hennar með fjölþættu móti.48 Jónas átti
einnig frumkvæði að því að heimildarákvæði um heimagrafreiti
voru leidd í lög.49 Torvelt er að skýra lok þessa fjölgunartímabils.
Líklega var þó aðeins um að ræða óvenjudjúpa niðursveiflu í fjölg -
un grafreita vegna kreppunnar. Allan fjórða áratuginn voru útflutn-
ingstekjur af landbúnaði lágar og bati varð ekki fyrr en um 1940.50
Heimagrafreitir gátu aftur á móti haft töluverðan kostnað í för með
sér, ekki síst ef standa átti við það skilyrði leyfisbréfa að þeir væru
girtir með járnbentum steinsteypumúr með vönduðu hliði.51 Gat
það eitt að verða sér út um byggingarefni vafist fyrir fólki.52
Síðasta fjölgunarskeið heimagrafreitanna stóð síðan frá um 1940
fram undir 1960. Á þessu skeiði stóð yfir „gullöld“ í íslenskum land-
búnaði sem entist allt til 1980 er mikill samdráttur hófst í sauðfjár-
átökin um útförina 75
45 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2, 159, 193, 197, 311.
46 Sjá Helga Skúla Kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag, 2003), 119–
120.
47 Vef. „Ráðuneyti frá 1917,“ althingi.is, Alþingi, sótt 4. apríl 2020.
48 Guðjón Friðriksson, Dómsmálaráðherrann: Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu II
(Reykjavík: Iðunn, 1992), 20–42; Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands
2, 169, 191
49 Alþingistíðindi 1930 C, 469. Sjá og Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“
159. Þar er þó ranglega lýst breytingu frá reglugerð 1902.
50 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2, 197.
51 Sjá t.d. leyfisbréf fyrir grafreit í Fagradal. ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa.
B/690-1. Bréfasafn. Leyfisbréf 21. maí 1929.
52 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/690-1. Bréfasafn. Sveinn Jónsson til
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 27. júlí 1929; ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrif-
stofa. 1988. B/2-1. Bréfasafn. Jakob Einarsson til stjórnarráðsins 29. apríl 1933.