Saga - 2020, Side 90
grafreitum eindregið mótfallinn og kysi helst að ákvæði um þá yrðu
felld brott úr lögum. Ástæðan var vanhirða kirkjugarða víða um
land og að ekki væri rétt að auka á þá lægingu með afræktum einka -
grafreitum en sú hefði víða orðið raunin. Biskup vildi þó gera
undantekningu í þetta sinn þar sem kirkjustaðurinn Ábær væri
kominn í eyði.98 Ljóst er af þessu að Sigurbjörn vildi ganga lengra
en tveir fyrirrennarar hans og stuðla að því að synjað væri um leyfi
nema sérstaklega stæði á þrátt fyrir heimildarákvæði laga og
mótaða hefð stjórnarráðsins við beitingu þeirra. Biskupsembættið
hafði á hinn bóginn áður þrýst á um lagabreytingu. Andstaða Sigur -
björns við heimagrafreitina bar árangur en 1963 samþykkti Alþingi
ný kirkjugarðalög sem tóku fyrir stofnun nýrra heimagrafreita.99
Jón Helgason og Sigurbjörn Einarsson voru eins og sýnt hefur
verið fram á einörðustu andstæðingar heimagrafreita. Þeir aðhyllt -
ust þó mjög ólíkar guðfræðistefnur. Jón Helgason telst ásamt Þór halli
Bjarnarsyni fyrirrennara sínum til helstu brautryðjenda frjálslyndrar
guðfræði hér á landi.100 Sigurbjörn Einarsson leiddi á hinn bóginn
uppgjörið við þá stefnu og aðhylltist guðfræði sem líta má á sem eina
grein rétttrúnaðar.101 Viðbrögð frjálslyndrar guðfræði og rétttrúnaðar
við nýjungum voru gerólík. Fylgjendur frjálslyndrar guðfræði beittu
viðbrögðum sem kenna má við aðlögun en þeir leituðust við að taka
mið af áskorunum samtímans og jafnvel láta mótast af þeim í boðun
sinni og starfsaðferðum. Guðfræðingar af skóla Sigurbjörns Einars -
sonar freistuðu þess aftur á móti að verjast og vinna gegn nýjungum
sem taldar voru óæskilegar með því að leggja áherslu á kirkjulegar
hefðir og venjur og efla þær við nýjar aðstæður. Hefur þetta verið
kallað innhverfing.102 Andstaða Sigur björns gegn heimagreftrinum
var því eðlilegur þáttur í kirkjulegri heildarsýn hans. Andóf Jóns
þarfnast aftur á móti frekari skýringar. Ljóst virðist þó að aðlögun
frjálslyndu guðfræðinnar við þróun kirkju mála við upphaf tuttug -
hjalti hugason88
98 ÞÍ. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002. B/1533-2. Bréfasafn. Biskup til
ráðu neytisins 9. september 1959.
99 Stjórnartíðindi 1963 A, 195; Sigurbjörn Einarsson, „Ávarp og yfirlitsskýrsla,“
Kirkjuritið 29, nr. 7–8 (1963): 332; Sveinn Víkingur, „Kirkjugarðalögin nýju,“ 74.
100 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von og þjóð: Sjálfsmynd og staðleysur (Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2014), 409.
101 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni,“ í Til móts við nútímann,
Kristni á Íslandi IV, ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík: Alþingi, 2000), 366–368.
102 Hjalti Hugason, „Trúarbrögð og trúarstofnanir í upphafi 21. aldar: Hlutverk
og áskoranir,“ Ritröð Guðfræðistofnunar 35 (2012): 79–83.