Saga


Saga - 2020, Page 91

Saga - 2020, Page 91
ustu aldar voru takmörk sett og að hún beindist fremur að nýrri heims mynd, hugmyndum, viðhorfum og jafnvel kenningum en ein- stökum kirkjulegum siðum og venjum. Samherji Jóns, Þórhallur Bjarnarson, hafði til að mynda áhyggjur af upplausn altarisgöngu - siðarins og vildi sporna við henni líkt og Jón barðist gegn heima- greftrinum.103 Þá skiptir máli að Jón Helgason var danskmenntaður og danskmótaður kirkjumaður umfram flesta samtímamenn sína.104 Það er því ekki að undra að hann hafi vilja beita sér fyrir að tekið væri fyrir heimagröft hér eins og gert hafði verið í Danmörku jafnvel áður en nýbreytnin hafði verulega rutt sér til rúms hér. Prestar og prófastar tjáðu sig ekki oft um heimagröft en komu þó að málefninu með ýmsu móti. Oft rituðu þeir fyrir hönd bænda umsóknir um leyfi til að stofna grafreiti. Þá kom fyrir að þeir gengju æði langt í að þjóna fólki sem óskaði eftir að ástvinir þess væru grafnir heima eins og sýnt hefur verið fram á. Af orðum Einars Jónssonar prófasts í Norður-Múlaprófastsdæmi má ráða að afstaða hans hafi verið tvíbent. Almennt kvaðst hann andsnúinn heima- greftri og í því efni hefur hann viljað vera samstíga kirkjustjórninni. Á hinn bóginn sýndi hann ríkan vilja til að mæta óskum þeirra sem til hans leituðu jafnvel um „bráðabirgðagreftranir“. Í því efni virðist hann hafa breytt í anda sálgæslusjónarmiða. Má gera ráð fyrir að hann og ýmsir aðrir kirkjunnar menn í héraði hafi fundið sig líkt og milli tveggja elda í þessu efni enda var návígi þeirra við þá sem í hlut áttu meira en biskupanna. Við þessa rannsókn hefur aðeins komið í ljós eitt dæmi um já - kvæða afstöðu til heimagrafreita almennt af hálfu kirkjulegs forystu- manns og þá frá öndverðu tímabilinu sem fjallað er um. Snemma árs 1908 mælti Geir Sæmundsson, prófastur á Akureyri og síðar vígslu- biskup, með umsókn Stefáns Stefánssonar á Hlöðum í Hörgá rdal um stofnun grafreits þar. Geir kvað það aldrei geta verið annað en hollt „að moldir feðranna geymist þar, sem þeir hafa mest og best unnið og starfað“ og ætti það að hvetja afkomendurna til að reynast ekki eftirbátar þeirra.105 átökin um útförina 89 103 Hjalti Hugason, „„… úti á þekju þjóðlífsins,“ 103–104, 110–111, 117–118. 104 Auk guðfræðiprófs aflaði Jón sér embættisgengis í dönsku kirkjunni, starfaði þar sem aðstoðarmaður sóknarprests og hugðist gerast prestur þar í landi. Hann var líka kvæntur danskri prestsdóttur. Gunnlaugur Haraldsson, Guð - fræð ingatal 1847–2002 II ([Reykjavík]: Prestafélag Íslands, 2002), 541–543. 105 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/42-2. Bréfasafn. Geir Sæmundsson til stjórnarráðsins 8. apríl 1908.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.