Saga - 2020, Page 91
ustu aldar voru takmörk sett og að hún beindist fremur að nýrri
heims mynd, hugmyndum, viðhorfum og jafnvel kenningum en ein-
stökum kirkjulegum siðum og venjum. Samherji Jóns, Þórhallur
Bjarnarson, hafði til að mynda áhyggjur af upplausn altarisgöngu -
siðarins og vildi sporna við henni líkt og Jón barðist gegn heima-
greftrinum.103 Þá skiptir máli að Jón Helgason var danskmenntaður
og danskmótaður kirkjumaður umfram flesta samtímamenn sína.104
Það er því ekki að undra að hann hafi vilja beita sér fyrir að tekið
væri fyrir heimagröft hér eins og gert hafði verið í Danmörku jafnvel
áður en nýbreytnin hafði verulega rutt sér til rúms hér.
Prestar og prófastar tjáðu sig ekki oft um heimagröft en komu þó
að málefninu með ýmsu móti. Oft rituðu þeir fyrir hönd bænda
umsóknir um leyfi til að stofna grafreiti. Þá kom fyrir að þeir gengju
æði langt í að þjóna fólki sem óskaði eftir að ástvinir þess væru
grafnir heima eins og sýnt hefur verið fram á. Af orðum Einars
Jónssonar prófasts í Norður-Múlaprófastsdæmi má ráða að afstaða
hans hafi verið tvíbent. Almennt kvaðst hann andsnúinn heima-
greftri og í því efni hefur hann viljað vera samstíga kirkjustjórninni.
Á hinn bóginn sýndi hann ríkan vilja til að mæta óskum þeirra sem
til hans leituðu jafnvel um „bráðabirgðagreftranir“. Í því efni virðist
hann hafa breytt í anda sálgæslusjónarmiða. Má gera ráð fyrir að
hann og ýmsir aðrir kirkjunnar menn í héraði hafi fundið sig líkt og
milli tveggja elda í þessu efni enda var návígi þeirra við þá sem í
hlut áttu meira en biskupanna.
Við þessa rannsókn hefur aðeins komið í ljós eitt dæmi um já -
kvæða afstöðu til heimagrafreita almennt af hálfu kirkjulegs forystu-
manns og þá frá öndverðu tímabilinu sem fjallað er um. Snemma árs
1908 mælti Geir Sæmundsson, prófastur á Akureyri og síðar vígslu-
biskup, með umsókn Stefáns Stefánssonar á Hlöðum í Hörgá rdal
um stofnun grafreits þar. Geir kvað það aldrei geta verið annað en
hollt „að moldir feðranna geymist þar, sem þeir hafa mest og best
unnið og starfað“ og ætti það að hvetja afkomendurna til að reynast
ekki eftirbátar þeirra.105
átökin um útförina 89
103 Hjalti Hugason, „„… úti á þekju þjóðlífsins,“ 103–104, 110–111, 117–118.
104 Auk guðfræðiprófs aflaði Jón sér embættisgengis í dönsku kirkjunni, starfaði
þar sem aðstoðarmaður sóknarprests og hugðist gerast prestur þar í landi.
Hann var líka kvæntur danskri prestsdóttur. Gunnlaugur Haraldsson, Guð -
fræð ingatal 1847–2002 II ([Reykjavík]: Prestafélag Íslands, 2002), 541–543.
105 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/42-2. Bréfasafn. Geir Sæmundsson til
stjórnarráðsins 8. apríl 1908.