Saga - 2020, Síða 100
an veggja heimilisins var meðal þeirra mála sem kvennahreyfingar
á níunda áratug síðustu aldar börðust gegn og vöktu athygli al menn -
ings og yfirvalda á að heimilisofbeldi, sem aðallega beindist gegn
konum, væri samfélagsvandamál frekar en persónuleg einkamál.6
Á þessum tíma var ekkert vitað um umfang heimilisofbeldis, engar
tölulegar upplýsingar voru fyrir hendi um þennan málaflokk og
engar rannsóknir fyrirliggjandi um málefnið.7
Ef farið er lengra aftur í tíma er staðan sú sama. Í íslenskri sagn -
fræði hefur fátt verið ritað um efnið og fáar rannsóknir hafa verið
gerðar hér á landi á ofbeldi í hjónabandi í sögulegu samhengi. Mark -
mið þessarar greinar er að beina sjónum að þessu viðfangsefni og
rekja þróun löggjafar um ofbeldi gegn maka og viðhorfa til þess á
nítjándu öld og fram á fjórða áratug tuttugustu aldar. Á tímabilinu
áttu sér stað ýmsar breytingar á gildandi refsilöggjöf hér á landi.
Áhrif Jónsbókar fóru þverrandi þegar farið var að innleiða dönsk
lög og tilskipanir í auknum mæli um aldamótin 1800.8 Fyrstu ís -
lensku hegningarlögin voru lögfest árið 1869 og núgildandi hegn-
ingarlög árið 1940.9 Hvernig var löggjöf háttað um meðferð og úr -
lausn mála vegna ofbeldis gegn maka, sem í dag flokkast sem heim-
ilisofbeldi? Hefur hún tekið breytingum í tímans rás og í hverju fól-
ust þær breytingar? Til að svara þessum spurningum eru reifuð fjög-
ur mál. Meðferð og úrlausn þessara mála bregður ljósi á réttarstöðu
þolenda, í þessu tilviki allt konur, sem bjuggu við ofbeldi af hálfu
maka og kærðu athæfið til yfirvalda. Fyrsta málið sem fjallað er um
brynja björnsdóttir98
6 Guðrún Kristinsdóttir, „Kvennaathvarfið í Reykjavík. Eldmóður í þrjátíu ár en
við ætlum að gera þau óþörf,“ 19. júní 63 (2014): 61–77, hér 64–70; Sami höfund-
ur, „Kvennaathvarfið,“ Vera (1983): 36–37.
7 Fyrsta könnun á heimilisofbeldi var gerð árið 1982 og byggðist á skráðum ofbeld-
isáverkum í sjúkraskrám á Slysadeild Borgarspítalans árið 1979. Niður stöður
leiddu í ljós að 9% áverkanna voru af völdum fjölskyldumeðlima. Um 80% kvenna
urðu fyrir áverkum af hendi núverandi eða fyrrverandi maka eða sambýlismanns,
sjá: Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir,
„Ofbeldi í íslenskum fjölskyldum,“ Geðvernd 17 (1982): 7–31, hér 20–30.
8 Gísli Baldur Róbertsson, „Áform um endurskoðun íslenskra laga,“ í Jónsbók.
Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á Alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14.
öld en fyrst árið 1578, útg. Már Jónsson, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8
(Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004), 53–54; Davíð Þór Björgvinsson, „Refsilög gjöf
og réttarfar í sakamálum,“ í Upplýsingin á Íslandi: tíu ritgerðir, ritstj. Ingi Sigurðs -
son (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990), 61.
9 Lovsamling for Island XX, 222–223; Lög nr. 19/1940 í Stjórnartíðindi fyrir Ísland
1940 A, 52–60.