Saga - 2020, Page 102
Samkvæmt hegningarlagaákvæðum lögbókanna hafði ríkisvaldið
einkarétt á að beita líkamsrefsingum og hegningum. Hvers konar
líkamsárásir og meiðingar sem maður beitti annan var ólögmætt
athæfi.15 Með lögleiðingu húsagatilskipunarinnar árið 1746 var tak-
markað refsivald í umboði ríkisvaldsins fært í hendur húsráðenda
til að halda aga á heimilisfólki sínu.16 Samkvæmt húsagatilskipun-
inni höfðu „Husbonder og Madmödre“ rétt á að hirta börn sín og
vinnuhjú með hendi og vendi án þess þó að særa þau og limlesta.
Þá var sérstaklega tilgreint að þeim væri óheimilt að beita líkams-
refsingum með verkfærum sem gætu valdið heilsuskaða.17 Þessi
ákvæði húsagatilskipunarinnar eru efnislega þau sömu og ákvæði
um refsirétt húsráðenda í sjötta kafla Norsku og Dönsku laga Krist -
jáns V. Danakonungs um sakamál.18
Þegar komið var fram á síðari hluta nítjándu aldar voru líkams-
refsingar á undanhaldi bæði sem refsiúrræði yfirvalda við afbrot-
um19 og sem viðurkennd aga- og uppeldisaðferð húsráðenda gagn-
vart heimilisfólki.20 Líkamlegar refsingar voru endanlega afnumdar
úr lögum á Íslandi með núgildandi hegningarlögum árið 1940.21 Í
sögulegu samhengi er algjört bann við hvers konar líkamsmeiðing-
brynja björnsdóttir100
15 Jónsbók, 102–120, 239–240; Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók. 7. kafli,
gr. 12–13, 17, 19.
16 Lovsamling for Island II, 609, 613–615. Sams konar ákvæði um refsivald hús-
bænda er að finna í fyrirrennurum húsagatilskipunar í tillögum sem íslenskir
ráðamenn sendu dönskum stjórnvöldum en hlutu aldrei staðfestingu kon ungs,
sbr. uppkast að tillögum á Alþingi árið 1651, 1685 (svonefnd Bessa staða -
samþykkt) og 1720, sjá Alþingisbækur Íslands I–XVII (Reykjavík: Sögufélag,
1912–1990), hér VI, 297; VIII, 79; X, 557–573; 576; XIII, 563–577; „Um huss-
stjórnina á Íslandi,“ Búnaðarrit Suðuramtsins húss- og bússtjórnarfélags 1 (1839):
94–138, hér 105–106.
17 Lovsamling for Island II, 609, 613–615.
18 Kong Christians þess fimta Norsku løg, 6. bók, 5. kafli, gr. 1–2, 5–6, 10.
19 Davíð Þór Björgvinsson, „Refsilöggjöf og réttarfar í sakamálum,“ 72–74;
Lovsamling for Island XX, 173–333.
20 Lovsamling for Island X, 349–376; XI, 543–553. Viss ákvæði húsagatilskipunar-
innar féllu úr gildi með tilskipun um vinnuhjú árið 1866, þar á meðal heimild
húsráðenda til að beita vinnukonur eldri en 16 ára og vinnumenn sem náð
höfðu 18 ára aldri líkamlegum refsingum sbr. Lovsamling for Island XIX, 391.
Samkvæmt almennum hegningarlögum handa Íslandi 1869 var leyfilegt að
refsa börnum á aldrinum 10–15 ára fyrir þjófnað með hýðingu með vendi eða
fangelsi. Sjá Lovsamling for Island XX, 230.
21 Lög nr. 19/1940 (XXIII. kafli). Stjórnartíðindi 1940 A.