Saga - 2020, Side 103
um þannig nýtilkomið í íslenska löggjöf. Í því ljósi er vafasamt og
villandi að yfirfæra ríkjandi nútímaviðhorf til ofbeldis yfir á fyrri
tíðar samfélög. Skilningur og túlkun samtíðarmanna á hvað teljist
líkamlegt ofbeldi var annar fyrr á öldum þegar önnur gildi og við -
mið voru ríkjandi.22
Fræðimenn setja heimilisofbeldi fyrr á öldum gjarnan í samhengi
við hugmyndina um feðraveldi (e. patriarchy), sem félagsgerð sam-
félagsins byggði á og fól í sér margháttuð form réttinda- og valda-
leysis kvenna. Er í því samhengi bent á lagalegan rétt sem karlar í
Englandi og á meginlandi Evrópu höfðu allt fram undir lok nítjándu
aldar til að beita konur sínar (ásamt börnum og vinnuhjúum) hóf-
legri líkamlegri hirtingu ef þær breyttu gegn vilja þeirra. Án þess þó
að valda þeim alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða.23
Í dönskum og sænskum miðaldalögum birtast sams konar hug-
myndir. Í lögunum er ekki tilgreint hvaða ástæður réttlættu ofbeldið
en hins vegar kemur fram að ofbeldið sem karlinn mátti beita var
takmarkað. Samkvæmt Jósku lögum svokölluðum, sem samþykkt
voru í Vordingborg árið 1241 og fræðimenn telja nú að hafi gilt um
allt ríki Danakonungs,24 var ekki heimilt að nota vopn sem gætu
ollið sárum eða beinbrotum. Áverki af þessum toga varðaði sams
konar sektagreiðslum til biskups og fyrir helgidagabrot, það er
þegar fólk fylgdi ekki lögum kirkjunnar um að halda hvíldardaginn
heilagan. Leyfilegt var að berja konuna með priki eða vendi en án
þess að valda fyrrnefndum skaða. Kona sem beitti mann sinn of -
minn réttur … 101
22 Sbr. Gísla Ágúst Gunnlaugsson, Því dæmist rétt að vera. Afbrot, refsingar og
íslenskt samfélag á síðari hluta 19. aldar (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Íslands,
1991), 19; Erling Sandmo, Voldssamfunnets undergang. Om disiplineringen af
Norge på 1600–tallet (Oslo: Universitetsforlaget, 1999), 4, 6–7, 51, 212, 224; Jonas
Liliequist, „Changing discourses of marital violence in Sweden from the age
of reformation to the late nineteenth century,“ Gender and History 23, nr. 1
(2011): 1–25.
23 Lawrence Stone, Road to divorce. England 1530–1987 (Oxford: Oxford Uni versity
Press, 1995), 13, 198; Vivian C. Fox, „Historical perspective on violence against
women,“ Journal of International Womens‘s Studies 4, nr. 1 (2002): 15–34, hér 19–
20; Julie Hardwick, „Early modern perspective on the long history of domestic
violence: The case of seventeenth century France,“ The Journal of Modern
History 78, nr. 1 (2006): 1–36; hér 1, 9.
24 Erland Kolding Nielsen, „Jyske Lov vender tilbage. Håndskriftet Codex holmi-
ensis C 37 udveksles med Sverige 2011,“ Magasin for Det Kongelige Bibliotek 24,
nr. 1 (2011): 19–31, hér 21.