Saga - 2020, Page 105
höfundur þessarar greinar hafa þó fjallað um einstök mál frá
átjándu og nítjándu öld.30 Í rannsókn höfundar á hjónaskilnuðum á
árabilinu 1873 til 1926 var meðal annars fjallað um aðgengi að skiln -
aði án lögmætra ástæðna, til dæmis vegna ofbeldis maka, í gegnum
leyfisveitingakerfi Danakonungs sem festist í sessi undir lok átjándu
aldar. Rannsóknin sýndi að hlutfall umsókna vegna ofbeldis maka
var mjög lágt (1,5%) og í öllum tilvikum frá konum. Þess ber að geta
að í leyfisveitingakerfinu voru engar reglur settar um viðurkenndar
ástæður til skilnaðar að borði og sæng og í 14% umsókna voru engar
ástæður tilgreindar.31 Í grein Más segir frá slæmri hjónasambúð
Þórdísar Jónsdóttur mágkonu Skálholtsbiskups og manns hennar
sem beitti hana ítrekað ofbeldi. Árið 1703 flúði Þórdís heimilið til að
losna undan illri meðferð eiginmanns síns sem einnig sakaði hana
um framhjáhald. Í lok maí sama ár fór mál þeirra fyrir dóm og var
Þórdísi veittur skilnaður frá manninum vegna ofbeldis hans.32 Með
hliðsjón af þágildandi lögum um leyfilegar skilnaðarástæður, hjóna-
bandsgreinum Friðriks II. Danakonungs (sjá nánar síðar) og bréfi
amtmanns lesnu á Alþingi í júlí sama ár var að öllum líkindum ekki
um að ræða hjónaskilnaðardóm heldur dæmdur fjárskilnaður í þeim
tilgangi að tryggja Þórdísi séreign hennar í hjónabandinu. Í bréfinu
segir að hún hafi orðið að víkja af heimilinu vegna ofbeldis manns
síns og til að koma í veg fyrir að eiginmaður hennar reyni að selja
eða veðsetja tilgjafarjarðir hennar er fólki bannað að eiga í viðskipt-
um við hann um þessar jarðir.33 Á þessum tíma hefði þurft að fara
með mál Þórdísar til úrskurðar konungs til að eiga möguleika á
skilnaði vegna ofbeldis í hjónabandi.34 Erla Hulda Halldórsdóttir
minn réttur … 103
30 Már Jónsson, „Membrana Magnussen eða kvenmannsleysi fræðimanns,“ í
Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit 2, ritstj. Guðmundur J. Guð -
mundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands, 1998), 15–22; Erla Hulda Halldórsdóttir, „Hver veit nema þessar
gömlu, gleymdu kerlingar hafi átt sjer sögu,“ sama rit, 38–46; Brynja Björns -
dóttir, „Íslenskar mæðgur skrifa Danakonungi. Skilnaðarleyfi vegna heimilis-
ofbeldis í lok átjándu aldar,“ Saga 55, nr. 2 (2017): 117‒144.
31 Lbs.– Hbs. Brynja Björnsdóttir „„Ég vil heldur skilja við þann sem ég elska
heldur en að lifa í ósamlyndi alla ævi.“ Skilnaðarlöggjöf, umfang og ástæður
hjónaskilnaða á Íslandi 1873–1926.“ MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands 2016, 47, 91.
32 Már Jónsson, „Membrana Magnussen,“ 18–22.
33 Alþingisbækur IX, 230–231, 242.
34 Sbr. Brynju Björnsdóttur, „Íslenskar mæðgur skrifa Danakonungi,“ 124–126.