Saga - 2020, Side 107
Marie Lindstedt Cronberg kannaði opinber gögn um fjölda mála
sem komu til meðferðar hjá sænskum dómstólum á árabilinu 1863–
1878. Samkvæmt gildandi lögum var ofbeldi gegn maka refsivert
athæfi. Ákvæðin voru ókynbundin þannig að bæði konur og karlar
gátu verið gerendur og þolendur. Í samanburði við önnur afbrot
voru dómsmál vegna ofbeldis af hendi maka fátíð, gerendur voru
aðallega karlar (96%). Fá kærumál kvenna vegna ofbeldis af hendi
eiginmanna þýðir að hennar mati ekki að minna hafi verið um
heimilisofbeldi þá en í nútímanum. Skýringa sé fremur að leita í
samfélagsgerð nítjándu aldar, ríkjandi hugmyndum um vald hús-
bóndans innan veggja heimilisins og undirgefni eiginkvenna, veikri
réttar stöðu giftra kvenna sem voru fjárhagslega háðar eiginmönn -
um sínum og skorti á opinberu stuðningskerfi fyrir konur sem
bjuggu við erfiðar aðstæður í hjónabandi.38 Jonas Liliequist skoðaði
orðræðu um húsbóndavald og heimilisofbeldi í Svíþjóð eins og hún
birtist í löggjöf og ýmsu útgefnu efni frá siðaskiptum og fram undir
lok nítjándu aldar. Helstu niðurstöður hans voru þær að þrátt fyrir
hirtingarrétt eiginmanna gagnvart konum sínum frá 1442 og fram
undir miðja átjándu öld hafi nærsamfélagið fordæmt óstjórnlegt
ofbeldi eiginmanna sem meðal annars birtist í afskiptum nágranna
og ættingja og frumkvæði þeirra að tilkynna athæfi ofbeldisfullra
eiginmanna til yfirvalda.39 Einnig hafa norrænir fræðimenn fjallað
um heimilisofbeldi í rannsóknum á hjónaskilnuðum í tengslum við
mál þar sem konur sækja um skilnað vegna ofbeldis í hjónabandi.40
Heimilisofbeldi hefur einnig verið gerð nokkur skil á alþjóðlegum
vettvangi þar sem sjónum hefur einkum verið beint að réttarstöðu
minn réttur … 105
38 Marie Lindstedt Cronberg, Med våldsam hand: hustrumisshandel i 1800-talets
Sverige. En studie av rättsliga, kyrkliga och politiska sammanhang (Lundur: Lunds
universitet, 2009), 44–49, 292, 297–303.
39 Liliequist, „Changing discourses of marital violence,“ 2–5.
40 Hans Eyvind Næss, „Intet got oc roligt ecteskab at foruente. Vår første skils-
misselov, ekteskapsordinansen av 1582 og dens praktiske følger,“ Historisk tids-
skrift 61 (1982): 55–61; Hanne Marie Johansen, „At blive den tyran quit. En stu-
die av skilsmissesaker ved kapitelretten i Bergen 1604–1708,“ Bergen’s His toriske
Forening Skrifter 83/84 (1985): 7–48; Aksel Kayser, Tyranni i ekteskapet. Separasjon
og skilsmisse på ulovfestet grunnlag i tidlig etterreformatorisk tid, Det juridiske
fakultets skrifteserie 24 (Bergen: Universitet i Bergen, 1989); Gerde Bonderup,
„Skilsmisser i Århus 1645–1900,“ Historiske/Jyske Samlinger 16, nr. 4 (1985–1987):
493–519.