Saga - 2020, Page 108
kvenna sem búa við ofbeldi í hjónabandi og meðferð slíkra mála hjá
yfirvöldum.41
Óvissa um gildandi lög á Íslandi
Á níunda áratug sautjándu aldar tóku gildi lögbækur í Danmörku
og Noregi sem leystu af hólmi eldri lög sem gilt höfðu frá mið -
öldum. Hinar nýju lögbækur, Dönsku (1683) og Norsku lög (1687)
Kristjáns V. Danakonungs,42 eru taldar vera að miklu leyti sam -
steypa þágildandi laga í Danmörku sem safnað var saman í eina
lögbók til að samræma löggjöf í konungsríkjunum tveimur, Dan -
mörku og Noregi.43 Á sama tíma voru uppi hugmyndir um end-
urskoðun Jónsbókar og að semja nýja lögbók handa Íslendingum. Í
því augnamiði var að skipan Danakonungs hafin vinna við að semja
lögbókarfrumvörp sem náðu aldrei fram að ganga. Heildarlöggjöf
fyrir Ísland var aldrei lögtekin og þegar komið var fram á átjándu
öld var farið að innleiða hér í stórum stíl ákvæði Norsku laga auk
ýmissa lagaboða og tilskipana Danakonungs.44 Af þessu hlaust nokk-
ur óvissa um hvað væru gildandi lög í landinu og hélst sú óvissa
brynja björnsdóttir106
41 Margaret Hunt, „Wife beating, domesticity and women‘s independence in eight-
eenth-century London,“ Gender and History 4, nr. 1 (1992): 10–33; Jennine Hurl
Eamon, „Domestic violence prosecuted: Women binding over their husbands
for assault at Westminster quarter sessions, 1685–1720,“ Journal of Family History
26, nr. 4 (2001): 435–454; Trevor Dean, „Domestic violence in late-medieval
Bologna,“ Renaissance Studies 18, nr. 4 (2004): 527–543; Hard wick, „Early mod-
ern perspective on the long history of domestic violence,“ 1–36; Annmarie
Hughes, „The non criminal class: Wife beating in Scotland (c. 1800–1949),“
Crime, History & Society 14, nr. 2 (2010): 31–54; Constanƫa Vintilǎ Ghiƫulescu,
„Judical archives and the history of the Romanian family: Dome stic conflict
and the Orthodox church in the eighteenth century,“ The History of the Family
18, nr. 3 (2013): 261–277.
42 Norsku og Dönsku lög eru í megindráttum efnislega samhljóða. Sjá Pál Sig -
urðs son, Lagaþættir II. Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan, 1993), 184.
43 Ditlev Tamm, „Danske og Norske lov i 300 år — en introduktion,“ í Kong
Christians den femtis Danske lov, ritstj. Ditlev Tamm (Viborg: Jurist- og ökonom-
forbundets forlag, 1983), XXIX–XLIX, hér XXIX–XXX; Páll Sigurðsson, Laga -
þættir II, 186–187, 192.
44 Páll Sigurðsson, Lagaþættir II, 180, 186–188, 200–201; Gísli Baldur Róbertsson,
„Áform um endurskoðun íslenskra laga,“ 35–54.