Saga - 2020, Síða 109
langt fram eftir nítjándu öld.45 Varðandi hegningarlög má nefna sem
dæmi konungsbréf 19. febrúar 1734 sem mælti svo fyrir að beita skyldi
Norsku lögum í þjófnaðar- og manndrápsmálum í stað ákvæða
Jónsbókar. Ekki er minnst á önnur ofbeldisverk og því nærtækt að
draga þá ályktun að um þau hafi Jónsbókarákvæði átt að gilda
áfram.46 En eins og fram kemur í tilskipun konungs frá árinu 1833 um
breytt viðurlög við refsingum virðist sem dönsk stjórnvöld hafi gert
ráð fyrir að ákvæði Norsku laga þar að lútandi væru í gildi á Íslandi.47
Eitt af málunum fjórum sem hér er til umfjöllunar kom til með -
ferðar við dómstóla á þessu óvissutímabili í íslensku lagaumhverfi.
Í aprílmánuði árið 1808 var héraðsréttur settur á Skutulsfjarðareyri
af Jóni Jónssyni sýslumanni Ísafjarðarsýslu að viðstöddum fjórum
vottum þar sem fram fóru vitnaleiðslur „um allt þad vonda í ordum
og verkum“ sem Sigurður Sigurðsson gerði konu sinni, Vilborgu
Jónsdóttur, á gamlársdag. Áður en réttarhöldin hófust voru réttar-
kröfur sækjanda málsins á hendur Sigurði lesnar upp. Krafist var
fullkomins aðskilnaðar hjónanna og að Sigurði yrði gert að „útláta
eptir málavöxtum“, þola skilnaðardóm vegna misþyrmingar á konu
sinni og borga málskostnað. Einnig var lagt fram skriflegt vottorð
prófasts og hreppstjóra dagsett 27. mars um að Vilborg hafi ekki
viljað sættast við mann sinn heldur farið fram á að „sökin takist til
action“.48 Hvorugt hjónanna var látið gefa skýrslu fyrir réttinum og
þess ekki getið hvort Sigurður hafi játað verknaðinn. Í málsskjölum
kemur ekki fram hversu lengi hjónin hafi verið gift eða hvort þau
voru með börn á framfæri. Vegna bágrar varðveislu sóknarmanntala
Eyrarsóknar var ekki hægt að rekja lífsferil hjónanna nema að tak-
mörkuðu leyti. Samkvæmt prestþjónustubók Eyrarsóknar voru
Vilborg og Sigurður í vinnumennsku á Kirkjubóli þegar þau gengu
í hjónaband í maí 1798 og þar fæddist þeim sonur sumarið 1801.
Hann dó úr beinkröm þriggja ára. Þau eignuðust dóttur árið 1805,
þá búsett á Bakka í sömu sókn.49
minn réttur … 107
45 Ólafur Lárusson, „Þróun íslensks réttar eftir 1262,“ Úlfljótur 8, nr. 4 (1955): 3–
17, hér 11–13; Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu, 187; Gísli Baldur Róbertsson,
„Áform um endurskoðun íslenskra laga,“ 53.
46 Davíð Þór Jónsson, „Refsilöggjöf og réttarfar í sakamálum,“ 67–68.
47 Lovsamling for Island X, 349–376.
48 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Ísafjarðarsýsla GA/1. Dómabók 1805–1817, 41–44.
49 ÞÍ. Kirknasafn. Prestþjónustubók Norður-Ísafjarðarprófastsdæmis — Eyri í
Skutulsfirði BA/1 1785–1815, 92, 122, 149; Manntal á Íslandi 1801. Vesturamt
(Reykjavík: Ættfræðifélagið, 1979), 307.