Saga - 2020, Síða 113
og þar með háð geðþótta hans. Orðalagið ókristileg meðhöndlun
gefur til kynna hegðun og framferði sem samræmist ekki kristileg -
um gildum.62 Tilskipun um húsvitjun presta frá 1746 gefur nokkra
hugmynd um hvað taldist ókristilegt framferði en þar segir meðal
annars að ósamlyndi, deilur, blót, drykkjuskapur og slagsmál séu
syndir sem bar að varast í kristilegu hjónabandi.63 Fræðimenn sem
fjallað hafa um ákvæði um týrannlega meðhöndlun eru á einu máli
um að ekki sé nógu skýrt kveðið á um það hvort eiginmanni væri
alveg óheimilt að beita konu sína ofbeldi eða ekki.64 Samkvæmt
túlkun danska sagnfræðingsins Asbjørns Romvigs Thomsen felur 7.
grein laganna í sér, þó óbeint sé, greinarmun á „ásættanlegum bar -
smíðum á eiginkonu og gerræðislegu ofbeldi gegn henni“ og ein-
minn réttur … 111
Tafla 1. Ákvæði um ofbeldi gegn maka í Norsku lögum
Ákvæði greinar Maki Refsing
4. grein: Slaae kona mann sinn, Eiginkona þaa skal þad vera sem hun
og giore honum skada, hefdi þad giort einum
framande.
7. grein: Høndle nockur hus- Eiginmaður þaa straffis hann med erfide
boonde tyrannlega edur aa Bremerhoolme edur
ochristilega med siina egen- ødru stooru straffe, epter
konu, og verde þad hønum hans stande og ásigkomu-
med røkum yferbeviisad, lage.
8. grein: Høndle konan ochrist- Eiginkona þaa straffis huun med
ilega med mann sinn, Spinnihuusinu.
9. grein: Se boondi og husfreyja Bæði hjónin þaa eiga þaug bæde ad
bæde jafn sek i vondre forlikun straffas sem sagt er.
siin aa mille, og hneikslanlegu
liferne,
Heimild: Kong Christians þess fimta Norsku løg a islensku utløgd 6. bók 5. kafli,
d. 669–670.
62 Koefoed, „Regulating eighteenth-century households,“ 67.
63 Lovsamling for Island XI, 571.
64 Schweigaard, Commentar over den norske Criminallov II, 217; Næshagen, „Private
law enforcement in Norwegian history,“ 19–22; Thomsen, „Marital violence in
Danish rural society,“ 148–149.