Saga - 2020, Blaðsíða 116
tengdasyni sínum, Jörgen Guðmundssyni, vegna misþyrmingar hans
á Margréti dóttur sinni að morgni 17. febrúar. Jörgen og Mar grét
höfðu þá verið gift í sex ár og átt fjögur börn, þar af voru þrjú á lífi.
Samkvæmt vitnisburði Margrétar varð þeim hjónum sundur orða
eftir að þau komu heim af dansleik. Jörgen hafi verið mjög orðljótur
við hana og barið hana með krepptum hnefanum í brjóstið, á bakið,
herðar, andlit, hendur, sparkað í hana og meinað henni útgöngu af
heimilinu. Jörgen hafi verið talsvert drukkinn og ítrekað ráðist á
hana og vinnufólkið á heimilinu, Rannveig og Guðmundur, hafi
beðið Jörgen að hætta en án árangurs. Margréti tókst að lokum að
gefa Rannveigu merki um að koma boðum til stjúpu sinnar. Lög -
reglumaður var sendur í kjölfarið að húsi hjón anna og fylgdi henni
á heimili föður síns. Vitnisburður vinnufólks, nágranna og tveggja
vegfarenda var í samræmi við frásögn Margrétar. Vottorð Jóns Hjalta -
líns landlæknis um áverka Margrétar umræddan morgun, sem lagt
var fyrir réttinn, staðfesti að hún hefði orðið fyrir alvarlegum áverk-
um af hendi manns síns.
Við yfirheyrslu daginn eftir sagðist Jörgen alls ekki muna eftir
því að hann hafi „með höggum og slögum misboðið konu sinni“
umræddan morgun. Hann segist hafa drukkið talsvert um kvöldið
og hafi undrast um hvar kona sín og börn væru þegar hann vaknaði
síðdegis daginn eftir. Við framhald málsins þann 20. mars var lagt
fram vottorð landlæknis þar sem fram kom að Margrét hafi legið
veik í hálfan mánuð eftir árásina en Jörgen lagði á móti fram skjal
frá sóknarpresti. Þar kom fram að þann 4. mars hafi hjónin mætt til
hans og óskað vottorðs um að Margrét hafi fyrirgefið Jörgen áverk-
ana og vilji halda áfram sambúð við hann og óski þess að hann verði
leystur undan sekt fyrir hið „áminnta tilræði“. Enn fremur stóð þar
að Jörgen hafi lofað að bæta framkomu sína við Margréti. Einnig
lagði hann fram bréf þar sem hann bað um að sakargiftir gegn hon-
um yrðu felldar niður og bauð á móti greiðslu í fátækrasjóð Reykja -
víkur. Málinu var svo vísað áfram til stiftamtmanns sem úrskurðaði
að sú misþyrming sem Jörgen beitti konu sína sé opinber glæpur og
af þeim sökum geti Jörgen „ekki um flúið lögsókn frá hálfu hins
opinbera út af þessari breytni sinni“ þrátt fyrir bón konu sinnar.
Þessu til áréttingar vísaði stiftamtmaður í 7. og 9. greinar 5. kafla í
hegningarlagabálki Norsku laga sem og konungsbréf frá 23. nóvem-
ber 1753 og 5. desember 1794 um valdheimildir bæjarfógeta vegna
ósamkomulags hjóna og ósiðsamlegs hátternis vegna drykkju skap -
ar, sem hann taldi kveða á um opinbera hegningu í slíkum tilfellum.
brynja björnsdóttir114