Saga - 2020, Page 118
Umrædd grein er samhljóða og nánast orðrétt þýðing á 202. grein
danskra hegningarlaga frá 1866 um sama efni.76
Þóra hafði gifst Helga 15 árum fyrr og eignast með honum átta
börn og voru sjö þeirra á lífi. Þóra greindi frá því að barsmíðar
Helga hafi byrjað einu og hálfu ári eftir að þau giftu sig, haustið
1906 þegar þau hófu búskap að Tjarnarkoti.77 Samkvæmt sóknar-
manntölum í árslok 1906 og 1907 bjuggu þar líka Guðmundur
Helga son og Sigurlaug Helga Stefánsdóttir, foreldrar Helga, og systir
hans, Sigurlaug. Um áramótin 1907–1908 voru móðir Helga og
systir farnar burt frá Tjarnarkoti78 og að sögn Þóru hafði hún flúið
heimilið í maí þetta sama ár og leitað ásjár föður síns vestur í Bol -
ungarvík með tvö ung börn þeirra. Átta mánuðum síðar kom Helgi
að sækja hana og lofaði að vera góður við hana framvegis. En loforð
Helga höfðu að sögn Þóru dugað skammt. Hann hafi aftur farið að
leggja hendur á hana og svívirða hana í orðum skömmu síðar. Sagt
hana vitlausa og eiga heima á Kleppi, sagt hana ómerkilega og líkt
henni við kvikindi. Hann hafi barið hana tvisvar með svipu yfir axl-
irnar og oftsinnis slegið hana í andlitið svo hún fékk glóðaraugu.
Einnig hafði Helgi tvívegis kastað henni upp í rúm og dregið niður
á gólf, gengið á brjósti hennar, hrækt framan í hana og hellt vatni í
andlit hennar. Í málsgögnum kemur fram að venjulega hafi engin
hjú verið á heimilinu og segist Þóra hafa veitt manni sínum alla þá
aðstoð sem hún var fær um að veita. Aðspurð sagði hún að börnin
hefðu verið viðstödd í einhverjum tilvikum þegar henni var mis -
þyrmt. Af vitnaleiðslum að dæma virðist sem börn hjónanna hafi
verið einu sjónarvottarnir að misþyrmingum Helga á Þóru. Fjögur
elstu börn hjónanna (tíu–fjórtán ára) voru látin gefa skýrslu og
staðfestu vitnisburðir þeirra margt af því sem Þóra hafði greint frá.
Fyrir rétti voru kallaðar til tvær konur úr sýslunni, húsfreyja sem
hafði aðstoðað Þóru við fæðingu yngstu barnanna og kennslukona
sem kom að Tjarnarkoti til að hitta börnin. Lýstu þær slæmum að -
brynja björnsdóttir116
76 Vef. „Almindelig borgerlig Straffelov af 10. Februar 1866,“ krim.dk. Lands -
foreningen Krim, sótt 18. ágúst 2020. Við samningu Almennra hegningarlaga
fyrir Ísland frá 1869 voru dönsku hegningarlögin frá 1866 lögð til grundvallar,
sjá Ólaf Lárusson, „Þróun íslensks réttar eftir 1262,“ 14.
77 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Húnavatnssýsla. Dóma- og þingbók GA/15, 1920–1922,
150.
78 ÞÍ. Kirknasafn. Melur í Miðfirði. Húnavatnsprófastsdæmi BC/7. Sóknar manna -
tal 1906–1914, 3, 19, 37.