Saga - 2020, Page 123
Íslenska söguþingið 27.–29. maí 2021
Fimmta íslenska söguþingið verður haldið í húsnæði Mennta vís inda -
sviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð dagana 27.–29. maí 2021. Það er
Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga sem stendur að þinginu ásamt
samstarfsaðilum frá Þjóðskjalasafni Íslands, Sagnfræðinga félagi Ís -
lands, Sögukennarafélaginu og Félagi íslenskra safna og safna manna
en framkvæmdastjórn er í höndum Hafdísar Erlu Haf steinsdóttur.
Flestar málstofur á þinginu verða ætlaðar þátttakendum sem greiða
ráðstefnugjöld en að minnsta kosti ein opin málstofa verður haldin
um heilbrigðissögu, sem er ofarlega á baugi nú þegar farsótt og sótt-
varnir setja mark sitt á ráðstefnuundirbúning eins og annað.
„Markmiðið er að hafa þetta sem líkast fyrri söguþingum, ekki
að gera eitthvað nýtt heldur það sem hefur gengið vel á fyrri þing-
um,“ sagði Sverrir Jakobsson formaður þingstjórnar í samtali við
Sögu. „Það hefur liðið langur tími frá síðasta þingi svo við þurftum
að ákveða hvort við ætluðum að hætta með þingin eða halda áfram
og okkur finnst ástæða til að halda áfram. Ég held reyndar að ef það
á að loka Íslendinga inni í heilan vetur sé þetta einmitt það sem við
þurfum, ráðstefna þar sem íslenski fræðaheimurinn hittist og kynn-
ist. Þannig að ég held að þetta komi bara á góðum tíma. Vonandi
getum við smyglað inn gestafyrirlesurum líka.“
Fyrirhugað er, með fyrirvara um stöðu sóttvarnaraðgerða, að
tveir erlendir fræðimenn sæki íslenska sagnfræðinga heim í vor, þær
Paula Hamilton og Valerie Hansen. Báðar munu flytja Minningar -
fyrirlestur Jóns Sigurðssonar á þinginu, gert hafði verið ráð fyrir að
Hamilton flytti fyrirlesturinn árið 2020 en honum var frestað um ár.
Paula Hamilton er sérfræðingur í munnlegri sögu og kennir við
University of Technology Sydney í Ástralíu. Valerie Hansen er pró-
fessor í sagnfræði við yale-háskóla í Bandaríkjunum og sérhæfir sig
í sögu Kína fyrir 1600 en bók hennar, The Open Empire: A History of
China to 1600 frá árinu 2000, hefur verið kennd við sagnfræðideild
Háskóla Íslands.
Söguþing er þó fyrst og fremst innlend ráðstefna þar sem ís -
lenskir sagnfræðingar kynna rannsóknarverkefni sín. „Þetta er upp-
Saga LVIII:2 (2020), bls. 121–122.
S A G A O G M I Ð L U N