Saga - 2020, Síða 127
Byrjum á að velta fyrir okkur tilgangi sögukennslu. Hann er
vissu lega umdeilanlegur en ef það að þekkja fortíðina er eitt og sér
megintilgangur sögukennslu, án þess að gaumur sé gefinn að
spurn ingunni „til hvers?“, er hætt við að mörgum nemandanum
finnist það ekki nóg. Fræðigreinin byggist ekki á því að sagnfræð -
ingar „afhjúpi“ söguna heldur endurskapa þeir hana. Á sama hátt
snýst sögunám ekki um að læra staðreyndir utan að heldur að end-
urskapa og ljá sögunni merkingu. Sögunám er þannig mikilvægt
þekkingarfræðilegt fyrirbæri sem snýst um miklu meira en að læra
staðreyndir. Til að það liggi fyrir þarf námsefnið að gera vinnu sagn -
fræðingsins sýnilega. Sögukennarar hafa oft verið spurðir hver sé
tilgangur sögukennslu og hafa meðal annars svarað á þessa leið:
„Að skilja að samtíminn er afurð sögulegrar þróunar auk þess að
vera upphafspunktur framtíðarinnar,“ sögðu finnskir sögukennarar
í einni rannsókn og bættu við „að skilja margræði og afstæði for -
tíðarinnar“ og „þekkja megindrætti í finnskri sögu sem og mann-
kynssögu“.2 „Að öðlast menningarlæsi, hafa vald á sögulegri rök-
færslu, gera sér grein fyrir tímayfirliti og geta beitt ólíkum sjónar-
hornum,“ sögðu hollenskir sögukennarar.3 Íslenskir sögukennarar
nefndu skilning á samtímaviðburðum, tímayfirlit og hæfni sem fell-
ur undir sögulega hugsun og rökfærslu, svo sem heimildavinnu.4
Góður sögukennari kann ekki aðeins mikið í sögu heldur gerir sér
einnig grein fyrir því hvernig nemendur læra hana. Góður sögu-
kennari styður nemendur frá yfirborðskenndri þekkingaröflun til
dýpri skilnings með aðstoð vandaðs og fjölbreytts efnis.
Söguleg hugsun
Áður en lengra er haldið er rétt er að skilgreina sögulega hugsun og
rökfærslu (e. historical thinking and reasoning) sem mörgum finnst
vera mikilvægt markmið sögukennslu. Kjarninn í sögulegri hugsun
sögukennslan sett í skammarkrókinn 125
2 Matti Rautiainen, Eija Räikkönen, Anna Veijola og Simo Mikkonen, „His tory
teaching in Finnish general upper secondary schools: Objectives and practices,“
History Education Research Journal 16 (2019): 291–305.
3 Hanneke Tuithof, The characteristics of Dutch experienced history teachers’ PCK in
the context of curriculum innovation (doktorsritgerð, Háskólinn í Utrecht, 2017).
4 Súsanna Margrét Gestsdóttir, Jannet van Drie og Carla van Boxtel, „Teaching
historical thinking and reasoning in upper secondary schools in Iceland: results
of an observation study,“ Nordidactica: Journal of Humanities and Social Education
2 (2019): 90–113.