Saga - 2020, Blaðsíða 130
siðferðilegra álitamála“ og „er virkur og ábyrgur þátttakandi í lýð -
ræðissamfélagi“.12 Auðvelt er að tengja sögukennslu í anda sögu-
legrar hugsunar og rökleiðslu við þessa lykilhæfni og er það til að
mynda augljóst í fyrrnefndu námsefni frá Kanada og Bandaríkj -
unum. Hins vegar má draga í efa að grunnstoðanna gæti markvisst
í nýju kennslubókinni.
Tímaskekkjan sem felst í þessari gerð rafrænnar útgáfu
Margir kennarar fylltust tilhlökkun þegar boðað var að endur skoð -
uð og rafræn útgáfa Íslands- og mannkynssögu NB II væri í bígerð.
Skortur á nýju og vönduðu námsefni í sögu fyrir framhaldsskóla er
skammarleg staðreynd sem ekki verður fjallað nánar um hér um -
fram það að láta þess getið að í grunnáföngum geta kennarar valið
á milli tveggja bóka sem eru hátt í tuttugu ára gamlar og fátt er um
fína drætti þess utan. Flestir kennarar standa í ströngu við að útbúa
sitt eigið námsefni með margvíslegum ráðum. Því urðu vonbrigðin
mikil þegar hin nýja rafbók var kynnt kennurum í ágúst 2020. Tíð -
indin felast einkum í því að búið er að skrifa kafla um það sem gerst
hefur eftir árið 2000, nokkrar orðskýringar er að finna í textanum og
sjálfspróf (krossapróf) er í boði úr 10% bókarinnar (17 köflum af
170). Þeir endalausu möguleikar sem rafbók býður fram yfir prent -
aða bók eru lítt nýttir. Að sjálfsögðu eru þægindi fólgin í því fyrir
prentleturshamlaða að geta látið talgervil aðstoða við lesturinn frek-
ar en að hlusta á hljóðbók. En að hægt sé að strika yfir texta í mörg-
um litum eða glósa í þar til gerða kassa á hverri blaðsíðu bætir engu
við það sem prentuð bók gerir. Þegar smellt er á myndir stækka þær
en engar viðbótarupplýsingar er að finna, engar frumheimildir, ekk-
ert ítarefni, engin verkefni, engar hljóðskrár, myndasöfn, myndbönd
eða annað sem nemendur okkar, þrautreyndir notendur rafræns
efnis, eiga að venjast.
Bókin er með öðrum orðum dapurlegt dæmi um vannýtt tæki-
færi sem hlýtur að koma verulega á óvart á tímum þegar risavaxin
mynda- og gagnasöfn er að finna á netinu notendum að kostnaðar-
lausu. Til er fjöldi vefsíðna sem nýta sér þau í kennsluskyni, meðal
annars til að bjóða nemendum gagnvirkar æfingar, og nægir að
nefna Historiana, vef á vegum EuroClio, Evrópusamtaka sögukenn-
súsanna margrét gestsdóttir128
12 Aðalnámskrá framhaldsskóla (Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðu neyti,
2011), 35.