Saga - 2020, Qupperneq 140
breytingar á lýðfræðilegum þáttum, svo sem hlutfalli ógiftra og
fjölda vinnuhjúa, höfðu áhrif á afkomu landsmanna.7
Fólksfjöldastýring gegndi lykilhlutverki í skýringum Gísla. Höml -
ur á giftingum og fjölskyldustofnun gerðu það að verkum að stór
hluti efnaminna fólks „hafði engar löglegar leiðir til að æxlast“ og
því var hlutfall ógiftra óvenjulega hátt á Íslandi.8 Fjöldi ógiftra barna
var í foreldrahúsum fram eftir aldri og enn sérstæðara var að
vinnuhjúastéttin var að tiltölu fjölmennari en annars staðar í Evrópu
eða um fjórðungur þjóðarinnar. Þessi fjölmenna stétt var „félagslega
ófrjó“ því að samfélagið setti skorður við því að vinnufólk eignaðist
börn á lögmætan hátt. Giftingarhömlur sem hreppar, prestar og
landeigendur héldu á lofti dugðu þó ekki alltaf til að halda fólks-
fjöldanum í skefjum og þar kom að fólksfjöldinn náði efri mörkum
— og var þá mannfellir vís.
Neðst í virðingarstiga samfélagsins stóð fátækasta fólkið, þurfa -
lingarnir, sem ekki gátu framfleytt sér án aðstoðar hreppsins. Gísli
skiptir þurfalingum í þrennt. Í fyrsta lagi voru niðursetningar en
fjöldi þeirra sveiflaðist mikið eftir árferði, hámarki náði hann í
manntalinu 1703 og nam þá 14,3% af mannfjölda. Annar hópurinn
voru þurfabændur sem héldu heimili en nutu styrks frá hreppnum.
Þriðji hópurinn voru einkaómagar og fósturbörn en minna er vitað
um fjölda þeirra. Gísli telur að þegar litið er yfir átjándu og nítjándu
öldina megi ætla að Íslendingar hafi verið fátækastir árin 1703 og
1880 en þá náði fjöldi fátækustu félagshópanna, vinnufólks og þurfa -
linga, hámarki og nam um þriðjungi mannfjöldans.
Gísli staðnæmdist ekki við fátæklingana heldur athugaði einnig
efni og afkomu „meiri háttar fólks“.9 Hann setti fram þá snjöllu hug-
mynd að á Íslandi hafi í raun verið tvö efnahagssvæði, hið danska
guðmundur jónsson138
7 Gísli Gunnarsson og Magnús S. Magnússon, „Levnadsstandarden på Island
1750‒1914,“ í Levestandarden i Norden 1750–1914, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 20
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1987), 92–114; „Fátækt á Íslandi
fyrr á tímum,“ Ný Saga 4 (1990), 72–81.
8 Gísli Gunnarsson, „Fátækt á Íslandi fyrr á tímum.“
9 Gísli Gunnarsson, „Afkoma og afkomendur meiri háttar fólks 1550‒1800,“
í Íslenska söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit 2, ritstj. Guðmundur J. Guð -
mundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Ís -
lands, 1998), 118–132. Sjá einnig Gísla Gunnarsson, „Bú Þórðar biskups og sam-
bönd hans,“ í Frumkvöðull vísinda og mennta. Þórður Þorláksson biskup í Skálholti,
ritstj. Jón Pálsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998), 45–60; Gísli Gunnarsson,
„Hverjir áttu Austurland um aldamótin 1700,“ Múlaþing 29 (2002): 135–145.