Saga - 2020, Page 141
og hið íslenska. Danska efnahagssvæðið náði yfir fiskiumdæmin á
Suðvesturlandi og utanverðu Snæfellsnesi, þar sem mest af um -
fram framleiðslu íbúanna rann til einokunarkaupmanna og krún-
unnar í formi verslunararðs og verslunarleigu, auk leiguafgjalda af
konungsjörðum en konungur var stærsti landeigandinn á þessu
svæði. Aðrir hlutar Íslands tilheyrðu íslenska efnahagssvæðinu þar
sem umframframleiðslan í formi landskulda og leigna rann að
mestu leyti til íslenskra landeigenda. Fámenn landeigendastétt átti
stærsta hlutann af jarðeignum í einkaeigu og á þeim og opinberum
embættum byggðist auður hennar og völd. Gísli taldi að valda- og
auðstéttin hafi verið tiltölulega samstæður hópur sem tengdist ætt-
ar- og venslaböndum.10
Móðuharðindi af mannavöldum
Lengst af tuttugustu öldinni var það útbreitt viðhorf hjá fræðimönn-
um bæði í náttúruvísindum og hugvísindum að hallæri og hungurs-
neyðir ættu sér fyrst og fremst orsakir utan samfélagsins, í skertu
fæðuframboði af völdum náttúruáfalla svo sem öfgafulls veðurfars,
hafísa, flóða og eldgosa. Á áttunda áratug aldarinnar fóru nýjar hug-
myndir um eðli og orsakir hungursneyða að njóta vinsælda þar sem
menn leituðu skýringa innan samfélagsins, í litlu viðnámi almenn-
ings og stjórnvalda, viðhorfum, siðvenjum eða veikburða samfélags-
stofnunum. Því var haldið fram að jafnvel þótt rekja mætti nánustu
orsakir hungursneyða til náttúruáfalla þá réð viðnámsþróttur sam-
félagsins mestu um hvort áföllin yllu stórskaða. Það væri ekki
aðeins fæðuframboðið sem skipti máli heldur einnig aðgangur manna
að fæðu.
Gísli Gunnarsson gerði þessi viðhorf að sínum og var einna
fyrstur íslenskra fræðimanna til að kynna þau á prenti. Í ritlingi frá
árinu 1980, A Study of Causal Relations in Climate and History, varar
Gísli við „einstefnulegri smættarhyggju“ (e. monocausal reductionism)
í kenningum sem einblína á veðurfar sem höfuðskýringuna á hung-
ursneyðum.11 Sagnfræðingar sem horfi fram hjá samfélagsskýring-
um „eru ekki að vinna vinnuna sína“ segir Gísli. Varnarleysi sam-
gísli gunnarsson 139
10 Gísli Gunnarsson, „Afkoma og afkomendur,“ 129.
11 Gísli Gunnarsson, A Study of Causal Relations in Climate and History. With an
Emphasis on the Icelandic Experience, Meddelande från Ekonomisk-historiska
Institutionen 17 (Lundur: Lunds Universitet, 1980).