Saga - 2020, Page 147
fiskimiðanna. Síðast en ekki síst taldi Björn að Gísli hefði ýkt and -
stöðu innlendra valdamanna við samfélagsbreytingar og benti máli
sínu til stuðnings á ýmsa framfaraviðleitni Ólafs Stefáns sonar.19
Síðar bættust fleiri gagnrýnendur í hópinn. Hrefna Róberts dóttir
taldi Gísla skoða sögu átjándu aldar úr baksýnisspegli nítjándu og
tuttugustu aldar, út frá þeirri söguþróun sem síðar varð en ekki
nægilega út frá forsendum samfélagsins á átjándu öld. Að áliti
Hrefnu bæri að meta framgöngu ráðamanna á Íslandi og árangur af
umbótaviðleitni þeirra út frá hagstjórnarhugmyndum átjándu aldar
sem miðuðu að því að auka fjölbreytni, hagkvæmni og afrakstur
framleiðslu innan marka sveitasamfélagsins en ekki út frá iðnvæð -
ingu og þétt býlis myndun nítjándu aldar.20
Þrátt fyrir ýmsa gagnrýni vann sögutúlkun Gísla á meðal sagn -
fræðinga. Hún var almenn og áhrifamikil söguskýring á stöðnun og
fátækt gamla samfélagsins en fól jafnframt í sér vegvísi um hvernig
hefði verið hægt að brjótast út úr þeim vítahring. Áhrifa þessarar
söguskoðunar gætti fljótt í sagnfræðiverkum, ekki síst hjá fyrrver-
andi nemendum Gísla, til dæmis Íslenskum söguatlasi Árna Daníels
Júlíussonar og Jóns Ólafs Ísberg og Iðnbyltingu hugarfarsins eftir Ólaf
Ásgeirsson.21 Í anda nýju stofnanahagfræðinnar nýtti Þráinn Egg -
erts son hagfræðingur sér hugmyndir Gísla Gunnarssonar í rann -
sókn á því hvernig „ófullkomnar samfélagsstofnanir“ fyrri tíma
stuðl uðu að fátækt, vanþróun og hungursneyðum.22
gísli gunnarsson 145
19 Björn S. Stefánsson, „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar á 17. og 18. öld,“
Saga 26 (1988): 131–151.
20 Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought
and Local Production in 18th-Century Iceland (Lundur: Lunds universitet, 2008),
365–369; Hrefna Róbertsdóttir, „Samfélag átjándu aldar. Hugarfar, handverk
og arfur fyrri alda,“ Saga 49:1 (2011): 53–103.
21 Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson, ritstj.,
Íslenskur söguatlas 2 (Reykjavík: Iðunn, 1992); Ólafur Ásgeirsson, Iðnbylting hug-
arfarsins. Átök um atvinnuþróun á Íslandi 1900–1940, Sagnfræðirannsóknir 9
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1988).
22 Sjá t.d. Þráin Eggertsson, Háskaleg hagkerfi. Tækifæri og takmarkanir umbóta
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2007).