Saga - 2020, Page 149
kristjana vigdís ingvadóttir
Stríð Dana við Þjóðverja
og fjársöfnun Íslendinga í Vesturamti
1848–1850
Rómantíkin, þjóðernisstefnan og baráttan fyrir auknum réttindum
Íslendinga innan Danaríkis eru áberandi í sögubókum þegar fjallað
er um nítjándu öld á Íslandi. Við lærum um Baldvin Einarsson,
Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og fleiri mæta menn sem skrifuðu um
íslenskt þjóðerni, íslenska tungu og réttindi Íslendinga. Menn vildu
sem dæmi fá verslunina frjálsa undan oki Dana og Alþingi endur-
reist og þeir vildu helst fá að nota einungis íslensku á Íslandi, að
minnsta kosti þegar mál komu erlendum (dönskum) aðilum ekki
við. Dönsk stjórnvöld komu til móts við Íslendinga í þessum mál -
um: Alþingi var endurreist árið 1845, verslun varð frjáls árið 1852 og
árið 1844 voru sett lög þess efnis að þeir sem fengju embætti á
Íslandi þyrftu að hafa kunnáttu í íslensku. Þannig virtu dönsk stjórn -
völd og konungur rétt Íslendinga til þess að nota eigið tungumál
ásamt því að viðurkenna sögulegt mikilvægi Alþingis, þótt það hafi
ekki verið endurreist á Þingvöllum eins og margir vildu.
Jón Sigurðsson forseti og Jón Guðmundsson sem kallaður var
„skuggi“ hans fjalla báðir um það í kringum miðja nítjándu öld
hversu vel stjórnin og danskir konungar hafi reynst Íslendingum.
Það gerir Jón Sigurðsson meðal annars í „Hugvekju til Íslendinga“
frá 1848 og Jón Guðmundsson í pistlum sínum, „Um mál vort Ís -
lend inga“, frá 1849 og 1851.1 Í því samhengi verður hér fjallað um
heimildir um fjársöfnun Íslendinga fyrir Dani í fyrra Slés víkur -
Saga LVIII:2 (2020), bls. 147–156.
Ú R S K J A L A S K Á P N U M
1 Jón Guðmundsson, „Um mál vort Íslendinga I,“ í Þjóð og tunga: Ritgerðir og
ræður frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar, ritstj. Baldur Jónsson (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2006), 73–100; Jón Sigurðsson, „Hugvekja til Íslend -
inga,“ Ný félagsrit 8 (1848). Sjá einnig umfjöllun um viðhorf íslenskra embættis-
manna á átjándu og nítjándu öld til dönsku og Dana í 4. og 5. kafla í:
Kristjana Vigdís Ingvadóttir, kristjana.v.ingvadottir@skjalasafn.is